Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Próf hvað..

Bara suddagott test á síðunni hennar Kötu sem ég varð nottla að prófa, passar ótrúlega vel við mig..

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Týpískt fyrir mig að taka kaffipróf og enda sem TE!

kveðja
Nefmælt

Ég er af þeirri gerð að ég verð alltaf að taka öll svona próf og sjá hvað ég er (hef nefnilega ekki hugmynd um það sjálf!). Svo ég ætla að taka mér það bessaleyfi nefmælt mín, að bæta minni niðurstöðu bara inn á þetta fína innlegg þitt:

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Bankakaffi? Þýðir það að ég sé þessi útúrstressaða bankatýpa? Humm?

Kokmælt


Speki dagsins

Já það er ýmislegt sem maður finnur á netinu. Misgáfulegt. Ég ákvað upp á mitt einsdæmi að stytta einn listann úr tuttuguogeinu atriði niður í sjö. Mun læsilegra og minna crapp. Vil sérstaklega benda á punkt númer fjögur, hann er í uppáhaldi hjá mér. Hvað finnst ykkur best?

  • Do not walk behind me, for I may not lead. Do not walk ahead of me, for I may not follow. Do not walk beside me either. Just pretty much leave me the hell alone.
 
  • Always remember that you're unique. Just like everyone else.
 
  • Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes. That way, when you criticize them, you're a mile away and you have their shoes.
 
  • Give a man a fish and he will eat for a day. Teach him how to fish, and he will sit in a boat and drink beer all day.
 
  • If you lend someone $20 and never see that person again, it was probably worth it
 
  • There are two theories to arguing with women. Neither one works.
 
  • Experience is something you don't get until just after you need it.

 Kveðja

Nefmælt


Stuðningsyfirlýsing við sjálfa mig

Að mörgu leyti er ég sammála því að hóf sé best í öllu, meðalvegurinn sé gullinn og öfgar til óþurftar. En þegar kemur að tilfinningalífinu gegnir öðru máli. Fólk sem aldrei skiptir skapi er bara hundleiðinlegt. Ég er ekki að tala um að maður eigi að úthella sínum hjartans málum yfir næsta mann, en þegar maður þarf að fá að tuða og væla þá á maður að fá að gera það án þessa að besta vinkonan/móðirin/frænkan fari að tala um Gunnu í næsta húsi sem eigi nú enn fleiri börn og miklu meiri vandamál.

Hvernig er hægt að gleðjast á góðum dögum ef maður má ekki væla svolítið á verri dögum. Þegar kemur að tilfinningalífinu kýs ég sveiflur og svig í staðinn fyrir hinn gráa meðalveg. það er minn réttur.

Í dag er ég viðbjóðslega pirruð!!!!!!!

kveðja
Nefmælt


Hárvöxtur í efra og neðra

Ég var búin að lofa pælingum um hárvöxt og hárleysi og ætla að myndast við að koma þeim á "blað*.

Mér þykir þessi krafa um hárleysi kvenna nefnilega nokkuð merkileg. Ég hef reyndar ekki kannað málið nákvæmlega en ég tel að þetta sé tiltölulega nýtt fyrirbæri, varla mikið meira en 30, 40, kannski 50 ára gamalt.
Það vekur áhuga minn er að það eru bara konur sem eiga að vera hárlausar, ekki karlmenn. Reyndar komst það í tísku fyrir nokkrum árum að karlmenn vöxuðu/rökuðu bringu og bak en skv. mjög áreiðanlegum heimildum (amerískum slúðurblöðum) er það á undanhaldi.
Á sama tíma eiga konur að vera hárlausar á sífellt fleiri stöðum - annað er bara ógeðslegt.
Hvers vegna?
Af hverju vekur það ógeð og klígju (svo ég vitni í Lúther úr athugasemdum hér að neðan) að konur séu með hár undir höndum, á leggjum og kynfærum?
Hárvöxtur er merki um kynþroska, eiga konur semsagt að líta út fyrir að vera ekki orðnar kynþroska?

Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að allt þetta hárleysi er ekkert endilega gott fyrir konur. Nýleg rannsókn sýndi að það getur haft ýmiss slæm áhrif á kynfæri kvenna að vera alveg hárlaus - t.a.m. útbrot, kláða, exem og ein rannsóknin vildi meina að aukin þvaglekavandamál ungra kvenna á Íslandi mætti m.a. rekja til þessa. Það eru nefnilega hvergi í heiminum eins margar ungar stúlkur sem eiga við þvagleka að stríða en hér á Íslandi (miðað við höfðatöluna góðu).

Það er líka merkilegt að stúlkur niður í 15 ára aldur eru farnar að fara reglulega í braselískt vax.
Til hvers? Fyrir hvern?
Þetta fyrirbæri er nefnilega algjörlega tilbúið, það er engin vísindaleg, líffræðileg eða nytjaleg ástæða fyrir því að konur eigi að vera hárlausar - einungis "fagurfræðileg".

Eða hvað?

Kokmælt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband