Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hugsanalestur - eða ekki

Sumt finnst mér að hinn helmingurinn eigi að gera án þess að ég biðji hann um það.
Hann segir að ég fari fram á að hann lesi hugsanir.

Það þarf ALLTAF að gera ákveðin verk á heimilinu, það breytist ekki og mun líklega aldrei breytast. Samt þarf ég að biðja um aðstoð.
Ég ætlast ekki til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann líti í kringum sig.

Þegar við erum að spjalla við matarborðið þá langar mig oftast að halda spjallinu áfram án þess að þurfa að biðja hann um að kveikja ekki á fréttunum í miðju spjalli.
Ég ætlast ekki til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann langi líka til að spjalla við mig.

Annað af sama meiði - stundum langar mig til að sjá sjálfri mér bregða fyrir þegar við skoðum fjölskyldumyndir, án þess að þurfa stanslaust að biðja einhvern um að taka myndir af mér.
Ég ætlast ekki heldur til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann langi stundum til að smella mynd af gömlunni (mér).

Kokmælt


Óveður í aðsigi.. stillan á undan storminum?

Það hlýtur að vera eitthvað hræðilegt að fara að gerast. Það er ekki heilbrigt hvað ég er róleg og afslöppuð og sæl og hamingjusöm. Prófin að hellast yfir og desembermánuður í öllu sínu veldi í kjölfarið. Unglingavandamálið í hámarki og óþekktin í smábörnunum yfirgengileg. Tröllkallin að mestu fastur í sínum eigin hugarheimi þar sem ekki komast að hversdagslegir hlutir eins og uppvask, tiltekt og skúringar.
Kannski er ég að breytast í hugsuð. Sem svífur létt yfir öllum vandamálunum og tekur á þeim í réttri röð af stóískri ró.Held mig við þá skýringu þar til næsta geðveikiskast hellist yfir. 

kveðja
Nefmælt


Aumingjans aumingjans ég

Þegar ég var ólétt í fyrsta sinn, fékk ég að heyra marga hryllingsöguna af erfiðum fæðingum. Jafnt frá vinkonum, frænkum og ókunnugum.
En ég tók það ekki til mín því að það átti ekki eftir að henda mig.

Þegar ég keyri bílinn minn og heyri í útvarpinu fréttir af umferðarslysum, þá verður mér illt í hjartanu.
En ég tek það ekki til mín af því að það á ekki eftir að henda mig.

Þegar ég sit í notalega eldhúsinu mínu og sé fréttir af skógareldum og hvirfilbyljum úti í heimi, tárast ég af samúð.
En ég veit að það á ekki eftir að koma fyrir mig af því að ég bý á litla verndaða Íslandi.

Unglingavandamál eru mikið í umræðunni, unglingadrykkja, krakkar sem flosna upp úr námi, hafa ekkert markmið annað en að hanga á mæspeis og emmessenn og með vinunum.
OG ÉG ER AKKÚRAT FOKKINGS AÐ LENDA Í ÞVÍ NÚNA MEÐ LITLA DUGLEGA BARNIÐ MITT OG ER EKKI AÐ MEIKA AÐ STANDA Í EINHVERJU RUGLI!!!


Leiðinlegasta spurning í heimi

er tvímælalaust þessi:

Hvað er í matinn?

Ég fæ að heyra hana lágmark fjórum sinnum á hverjum virkum degi.
Og líklega svona átta sinnum á frídögum.
Stundum er reyndar smá fjölbreytni, sérstaklega um helgar. Þá fæ ég að heyra:

Hvað er í hádegismatinn?
Hvað er í drekkutíma?
Hvað er í kvöldmatinn?

Og stundum bætist við:

Er eitthvað í eftirmat?

Þau lærðu, sem betur fer, mjög fljótt að það borgaði sig ekki að segja "Ohhhh, er fiskur/kjötbollur/súpa/kjúklingur".

En mikið helv... getur þetta verið þreytandi spurning Pinch

Kokmælt


Tips for husbands

DANGEROUS: What's for dinner?
SAFER: Can I help you with dinner?
SAFEST: Where would you like to go for dinner?

DANGEROUS: Are you wearing THAT?
SAFER: Gee, you look good in brown.
SAFEST: Wow! Look at you!

DANGEROUS: What are you so worked up about?
SAFER: Could we be overreacting?
SAFEST: Here's fifty dollars.

DANGEROUS: Should you be eating that?
SAFER: You know, there are a lot of apples left.
SAFEST: Can I get you a glass of wine with that?

DANGEROUS: What did you DO all day?
SAFER: I hope you didn't overdo today.
SAFEST: I've always loved you in that robe.


Auðvitað eru þeir á heilunum á okkur - og við á þeirra

Ég bý ekki með fjórum mönnum eins og þú Nefmælt en ég gæti trúað að maðurinn minn segðist búa með ansi mörgum konum.

Hann býr með Húshjálpinni. Hún þrífur og eldar og hugsar um börnin og sér til þess að heimilið gangi smurt og snurðulaust. Þeirra samskipti snúa bara að rekstri Heimilisins ef.

Hann býr líka með Grýlu. Grýla er hundfúl og leiðinleg. Hún tuðar og nöldrar, verður reið og fer í fýlu. Hún gerir kröfur um að hann taki þátt í hlutum sem hann hefur ekki tíma fyrir og að hann sýni áhuga á því sem vekur engan áhuga hjá honum.

Stundum býr hann með Grasekkjunni. Hún er svo ljúf og blíð og góð. Hún saknar hans alltaf óheyrilega mikið og segir Love you og Miss you og Wish you were here þegar þau tala saman yfir hafið.

Hann býr líka með Mótþróapúkanum. Sem vill ekki fara með honum í sértrúarsöfnuðinn og trúir því ekki að hamingjan felist í viskunni sem þar finnst. Sem mun þess vegna aldrei höndla hamingjuna og sættir sig bara við að lifa lífi sem er varla þess virði að lifa því.

Svo býr hann með Gyðjunni. Hún er svo falleg og tælandi að hann stendur á öndinn og vill allt fyrir hana gera. Hann ber hana á örmum sér og eys hana lofi og gjöfum.

Þangað til hún breytist í Húshjálpina á miðnætti.

Kokmælt


Saga fyrir svefninn

Þau kúra í sófanum og horfa á sjónvarpið.

Hann: Djöfull er mér illt í hausnum, ég er bara alveg með dúndrandi hausverk! Hvernig ert þú?

Hún: Bara fín elskan!

Stuttu síðar
Hann: Assgoti er ég orðinn slæmur í bakinu, alveg helaumur hérna neðst í mjóhryggnum, andsk.. Verður þú ekkert stirð af að sitja svona?

Hún: Ha ég? Nei alls ekki, mér líður svo vel

Stuttu síðar
Hann: Ji, verkurinn í bakinu er farinn að leiða niður í fótinn, þetta er hrikalegt..

Hún: Hvað, ertu svona slæmur ástin mín?

Hann: Tjahh.. en þú, ertu bara stálhress?

Hún: Jájá, sko ekkert að mér, alveg í toppstandi!

Hann: nú, ókei þá ... RÍÐA !!!!!!!!!

Hefur þú prófað þetta á þinn Kokmælt?


Er ég með þennan kall á heilanum eða hvað???

Suma daga er hann prinsinn minn. Ég pressa buxurnar hans, strauja skyrturnar og fer með jakkana í hreinsun. Ég vek hann blíðlega á morgnana, elda góðan mat og held fín matarboð sem hæfa prinsi. Tíni þolinmóð upp eftir hann og læt renna í baðið.

Aðra daga er hann kyntröllið mitt. Með ómótstæðilega upphandleggi, sætan rass og sterkleg læri. Öllu er slegið á frest til að ná honum sem fyrst í rúmið.

Fáa daga er hann Fúllyndi gaurinn. Tuðar yfir vanheilsu, álagi, samstarfsfólki. Er óþolinmóður og öskrar á börnin, lítur sambýliskonuna hornauga.

Oft er hann tröllkarlinn. Með feita bumbu og illa lyktandi tær. Hárið er úfið og tennurnar óburstaðar. Hann yrðir ekki á nokkurn mann, slafrar í sig matnum og brýtur glös. Þungstígur og skellir á eftir sér hurðinni.

Ég bý semsagt með fjórum mönnum. Held samt að þessi upptalning segi meira um mig og mínar skapsveiflur heldur en geðslag og upplag sambýlismannsins.

Luvvv
Nefmælt

 


Hvussu lengi??

Jákvætt - neikvætt 

Hann setur í uppþvottavél - en þrífur aldrei sigtið í vélinni

Hann leikur við barnið - en leggur ekki til að þeir taki til eftir sig

Hann eldar stundum í pottunum - en vaskar þá aldrei upp

Hann fær sér brauðsneið - en þurrkar aldrei af borðunum

Hann fer í sturtu - en skilur óhrein nærföt og handklæði eftir á gólfinu

Hann elskar barnið - en setur það aldrei í bað eða burstar í því tennurnar

Nú veit ég að þetta hljómar eins og hvert annað tuð. Afhverju er ég að minnast á það neikvæða líka, í staðinn fyrir að halda bara á lofti því jákvæða og einblína á það? Jú, af því að þá lendi ég alltaf í því neikvæða. Og mér finnst það alveg jafn leiðinlegt og honum!!

kveðja
Nefmælt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband