Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Aumingjaskapur

Þoli ekki að sitja hérna og vita ekkert í minn haus.
Líður einhvern veginn en get alls ekki sagt hvernig mér líður.
Vildi helst að einhver annar segði mér það og hvað ég eigi að gera í því.
Finnst alltof erfitt að skoða það sjálf.
Er samt alveg í kremju inní mér en hef ekki kvendóm í mér að setjast niður og skoða kremjuna.
Og kremst því bara meira og meira.
Bara ósjálfstæði og aumingjaskapur!
Fussum svei og ojbara!

Helvítisdjöfulsinsandskotansfokkingsdjöfulsógeðshelvítishelvítisdrullufokkingsógeð

Úff hvað þetta var gott, afsakið orðbragðið.
Kokmælt


Smátuð (ljóð)

Það fer
alveg ósegjanlega
í taugarnar
á mér:
Að hann
skuli ALLTAF
forða sér.
Stendur
horfir í kringum sig
(á draslið)
klórar sér í hausnum
og stynur.
Fer
sest í sófann
 hringir í vin.
Ég sit ein eftir
(í draslinu).
Takk fyrir
Nefmælt

Tvær hliðar ellinnar

Ég er bara sátt þegar ég lít í spegilinn. Get alveg horft á mig á undirfötunum, meira að segja á Evuklæðunum. Ég er ekki feit, ég er ekki mjó. Ég hef aldrei verið með mitti, ég er með lítil brjóst, ég er ekki í líkamsrækt og því ekki í formi. Samt er ég bara drullusátt.

Grunar að ég sé farin að beina þessari óvild í einhverja aðra átt - ég er nefnilega orðin svo forhert. Grenja alveg yfir fallegum myndum og hjartnæmum börnum, en tónlistarmenn sem mér fannst áður ágætir eru að drepa mig úr ógleði núna. Björgvin Halldórsson er þar fremstur í flokki, finnst hann ógeðslegur rjómasúkkulaðimarengsvæmniskall. Svo það sem kom á óvart. Ég þoli ekki lengur vælið í Ellen Kristjánsdóttur.

Þetta að vera sátt við spegilmyndina vegur samt þyngra, skítt með Bó og Ellen - Það er GOTT að eldast.

Kveðja
Nefmælt Kroppur


Má ég þá...

.. heldur biðja um tröllkallinn minn en atriði úr amerískri bíómynd. Anytime.

kveðja
Nefmælt


mbl.is Fyrrum herra Ísland endurheimtir ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband