Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Það mátti reyna

Ég er að deyja úr hungri og klukkan orðin sex. Finn tröllkarlinn á ráfi í eldhúsinu og spyr hann hvað hann ætli að elda. Hann veit það ekki, spyr hvort ég sé með hugmynd, sem ég er ekki með.
Í staðinn geri ég honum ómótstæðilegt tilboð:

"Ég fór í Bónus í dag og fyllti alla skápa af mat. Það eru til kjúklingabringur, fiskur, kynstrin öll af fersku grænmeti og ávöxtum, allskyns sósur og dularfull krydd. Þú mátt elda hvað sem þú vilt og ég skal ekki skipta mér af".

Hálftíma síðar á ég aftur leið framhjá eldhúsinu. Þar er ennþá einmana tröllkarl. Hann er búinn að fá sér tvær brauðsneiðar, eina með skinku og aðra með osti. Ekki bólar á hráefni í kvöldmat á snyrtilegum eldhúsbekk úthverfahúsmóður.

Ég grillaði brauð í ofninum til að forðast hungurdauða og stakk upp á að hann sæji um frágang. Ætli það virki betur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband