Opið bréf til "saumó"

Var mikið að spá í að senda hópmeil á saumaklúbbinn:

Hey pæs, eru ekki allar hressar!! Hvað segið þið um að drífa sig á Glæsilegt Konukvöld Léttbylgjunnar? Smáralindin, 12.mars, fullt af flottum gaurum, frítt að drekka og svona, tilefni til að punta sig aðeins og skilja kallinn eftir heima!!W00t!!Kissing!! (og alveg fullt af tilfinningatáknum og upprhópunarmerkjum í viðbót)

En þá fattaði ég að það er ein í hópnum sem mundi taka því alvarlega og halda að ég væri að meina þetta. Svo ég hætti við og setti bara hérna inn í staðinn. Meina, þó að mér finnist svona lagað toppurinn á hallærisleikanum, þá má öðrum alveg finnast það gaman.

Stórmannlegt af mér? Jáhá sko!!

kveðja
Nefmælt 


Tillitsamur eiginmaður

Þegar konur eldast. Grein eftir Jón Jónsson

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona. Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.

Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í Heiðursmannagrillinu í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand.
Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.

Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast, lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.

Kveðja,
Jón Jónsson

Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í afturendanum á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.

Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.


Misskilningur

Ég tók fréttinni þannig að það væri í tísku hjá leikskólabörnum að strjúka af leikskólanum.. Minn gerði nefnilega einu sinni tilraun til þess.


mbl.is „Stemning“ fyrir stroki á leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenniggi

Nenniggi að vinna.
Nenniggi að elda.
Nenniggi að versla.
Nenniggi að blogga.
Nenniggi að tala.
Nenniggi að vera.

Kokmælt


Unglingavandinn - aftur

Ég þoli ekki að vera leiðinleg. Þoli ekki að þurfa að tuða og skamma og ræða málin - í hverri viku. Sumt af þessu reyndar á hverjum degi. Hvað annað er hægt að gera ef á að koma þessum ormum til manns?

Djöfull getur verið leiðinlegt að vera unglingamamma

kveðja
Nefmælt


Heimavinnandi húsmóðir - má það?

Hvernig stendur á því að ég þori varla að segja við aðrar konur að mig langi að vera heimavinnandi húsmóðir? Væri það afturför fyrir kvenréttindabaráttuna ef einhverjar konur tækju upp á því að vera heima að hugsa um börn og bú?
Ein vinkona mín vill meina það. Hún segir að þannig forréttindapíkur myndu skemma allt fyrir hardworking, einstæðum mæðrum eins og henni. Og líka hinum harðgiftu sem eru útivinnandi. Og líka fyrir ofurkonum á framabraut. Og eiginlega bara leggja kvenréttindabaráttuna í rúst.
Getur þetta verið rétt?

Snýst kvenréttindabaráttan ekki líka um að hafa val?

Að ef ég vel að fara út á vinnumarkaðinn þá fái ég borguð (karl)mannsæmandi laun fyrir en ef ég vel að vera heima þá geti ég það? Án þess að viðbrögðin verði eins og ég hafi sagst ætla að setja hlekki á fætur og hendur og hlekkja mig við eldavél/þvottavél/þurrkara/ryksugu.
Eða þýðir þessi barátta að við eigum allar að vera á vinnumarkaðinum að berjast um bestu stöðurnar og hæstu launin við karlana?

Spyr sú sem ekki veit.

Kokmælt.


Klisja hvað?

Sem ég eldist og þroskast kemst ég að því að ótrúlega margar klisjur er óþægilega sannar. Til dæmis klisjan um að karlmenn geti bara gert eitt í einu en konur kunni að múltítaska - so true so true! En það er ekki alltaf kostur.

Jú það er gott að geta talað í símann og tekið úr uppþvottavélinni í leiðinni.
Horft á fréttir og eldað í leiðinni.
Spjallað við vinkonuna, lagað kaffi OG sinnt börnunum, allt í einu.
Geta fylgst með þvottinum úti á snúru (hvort það sé nokkuð að fara að rigna), hlustað eftir barninu á svölunum, tekið til og þvegið þvotta.

Í tímaritum og uppeldisbókum les maður að unglingurinn þurfi 9-10 tíma svefn á nóttu. Mín reynsla er hinsvegar sú að hann sé gaufandi flestar nætur og bæti sér upp svefnleysið seinnipart laugardags og sunnudags. Og þar erum við komin að aðalgallanum við það að vera orðinn ofurþróaður í að múltítaska og hafa alla hluti á sinni könnu:

Mér er lífsins ómögulegt að njóta ásta með tröllkallinum vitandi af únglíngnum á vappi um íbúðina. Spuring um að fara að læsa hann bara inni í herberginu sínu eftir 12 á kvöldin, færi það fyrir nefnd?

kveðja
Nefmælt í kynsvelti


Vonbrigði

Það hefur sýnt sig enn og aftur að þegar kemur að pólítík höfum við konur ekkert að segja:

Á fimmtudaginn missum við sæta borgarstjórann og fáum aftur bara venjulegan kall!!!


Reynsluheimur kvenna

12 ára dóttirin vöknuð fyrst á virkum degi, aldrei slíku vant. Situr á rúmstokknum þegar móðirin rankar við sér. Fullri meðvitund er ekki enn náð þegar heyrist í litlu prinsessunni:
"Mamma, mig vantar bindi"

Jisúsguðminnalmáttugur. Þögul upphrópun. Móðirin sér næstu mánuðina renna fyrir augum sér. Er ekki nóg að vera með einn ungling, stútfullan af hormónum. Innilokaðan í herberginu, kemur varla út í björtu nema rétt til að nærast. Skapvondur á morgnana, skítsæmilegur í hádeginu, skástur á kvöldin. Sefur allar helgar, vakir flestar nætur. Er hægt að leggja tvöfaldan skammt af þessu á nokkurn, er það eitthvað sem hægt er að ætlast til af venjulegri móður?

Opnar augun varfærnislega, horfir á undurfrítt, barnslegt og bólulaust andlit litla engilsins og í sömu andrá og hún hugsar hvort hún sé að missa þetta barn líka segir unginn:

"Mamma.... bindi, manst'ekki? Allar stelpurnar í miðstiginu ætluðu að vera með bindi í skólanum í dag af því að það er bráðum ball.... "

Slapp með skrekkinn í þetta sinn
Feminísk kveðja

Nefmælt


Konur yfir fertugt

Frá Andy Rooney í 60 mínútum

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður fyrir því:

Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?"
Henni gæti ekki verið meira sama.

Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.
Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum.
Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.

Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar.
Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.

Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.

Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára
gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.

Hvers vegna?

Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!

Andy Rooney
(og Kokmælt)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband