Ekkert að óttast

Vegna athugasemdar Katrínar M við færsluna hér að neðan verð ég að róa hana með því að það er ekkert að óttast. Þetta getur stundum tekið á en þetta er nauðsynlegur hluti af þroskaferli konu - að ala upp mann.

Mitt ráð er að muna að "þolinmæði þrautir vinnur allar" og "það er allt auðveldara ef þú mætir því með brosi" (veit ekki hvort þetta er spakmæli eða ekki, þetta er alla vega spaklega mælt).
Svo er ágætt að hafa bakvið eyrað að það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að fatta að mjólkin gengur ekki sjálf í ísskápinn, þvegillinn dansar ekki yfir gólfin allar nætur og klósettin verða óhrein við notkun. Ef hinn útvaldi á erfitt með að átta sig á þessu er spurning um að fara með hann í greindar- og þroskapróf. Ef slíkt próf kemur illa út er ekki hægt að áfellast þig þó þú skilir honum.

Kokmælt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þú hlýtur að vera að grínast. Tröll?

eða þá þú bara svona óhugnanlega óheppin með mann...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband