Fyllerísmórall

Hvað er maður að þykjast eitthvað kominn á þennan aldur? Stenst  bara ekki áskorun og læt það ekki fréttast um mig að ég geti ekki skolað niður nokkrum Tequila skotum í framhaldi af villtri hvítvínsdrykkju. Þegar ég staulaðist út af skrautlegum bar í kringum miðnætti, tók ég þá vitrænu ákvörðun að labba heim. Horfði einbeitt á gangstéttarhellurnar upp allan Laugaveginn til að skjögra ekki áberandi mikið til hliðanna, hvernig á maður líka að geta gengið beint þegar sjónin flöktir svona hrikalega?

Tókst að hitta engan sem ég þekki á leiðinni, tókst að hitta með lyklinum í skráargatið, tókst að kasta mér upp í rúm í öllum fötunum áður en ég drapst. Þakka góðum vættum fyrir að hafa ekki gengið í flasið á unglingsbarninu mínu sem kom heim örskammri stundu síðar, og sambýlismanninum fyrir að hafa haft rænu á að loka inn til mín og slökkva ljósið svo barnið sæji ekki móður sína útúrdrukkna í öllum fötum uppi á rúminu.

Bara TAKK
Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband