22.9.2008 | 19:13
Það mátti reyna
Ég er að deyja úr hungri og klukkan orðin sex. Finn tröllkarlinn á ráfi í eldhúsinu og spyr hann hvað hann ætli að elda. Hann veit það ekki, spyr hvort ég sé með hugmynd, sem ég er ekki með.
Í staðinn geri ég honum ómótstæðilegt tilboð:
"Ég fór í Bónus í dag og fyllti alla skápa af mat. Það eru til kjúklingabringur, fiskur, kynstrin öll af fersku grænmeti og ávöxtum, allskyns sósur og dularfull krydd. Þú mátt elda hvað sem þú vilt og ég skal ekki skipta mér af".
Hálftíma síðar á ég aftur leið framhjá eldhúsinu. Þar er ennþá einmana tröllkarl. Hann er búinn að fá sér tvær brauðsneiðar, eina með skinku og aðra með osti. Ekki bólar á hráefni í kvöldmat á snyrtilegum eldhúsbekk úthverfahúsmóður.
Ég grillaði brauð í ofninum til að forðast hungurdauða og stakk upp á að hann sæji um frágang. Ætli það virki betur?
10.8.2008 | 15:00
Gestir
Ég elska gestagang.
Þykir æðislegt að fá til mín skemmtilega gesti og sitja með þeim yfir kaffi, gúmmelaði og góðu spjalli eða kvöldmat, rauðu í glasi og auðvitað góðu spjalli.
Í gær fékk ég þó gesti sem voru hættir að vera velkomnir þegar þeir loksins mættu. Þeir höfðu hringt uppúr hádegi og sagst ætla að kíkja við seinni partinn. Ég var búin að skella bakkelsinu í ísskápinn, hella kaffinu og farin að huga að kvöldmat þegar þau létu loksins sjá sig.
Klukkan 18:15.
Þar sem þau eru 6 var varla um það að ræða að drýgja kvöldmatinn okkar og bjóða þeim í mat. Þau ætluðu líka bara "rétt að kíkja" og voru "nýbúin að borða" þegar þau komu svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af þeim. Við fjölskyldan vorum aftur við hungurmörk þegar gestirnir loksins fóru.
Að ganga 21 .
Kokmælt
24.6.2008 | 09:22
....
20.6.2008 | 22:49
...ef ég nennniiiiii
Stundum - bara til að pína sjálfa mig - þá kíki ég á færslur hjá konum sem hafa haft heppnina með sér í endurvinnslunni.
Ef ég fer aðeins í gegnum sældina hjá einni ágætri bloggarakonu (sem ég samgleðst INNILEGA), þá sé ég að ýmislegt vantar í mitt ástarsamban. Eins og til dæmis:
- ég fer nánast alltaf ein í Bónus og Krónuna og rogast ein heim með pokana
- enginn talar um hvað ég sé falleg (nema ég sjálf)
- ef ég vinn ekki verkin þá vinnur þau engin
- jú hann ræður alveg við pottofn, ef hann NENNIR.... (svona svipað og Helgi Björns hérna um árið)
- hlusta... er það eitthvað sem passar inn í gsm símann?
- engar kúnstir í eldhúsinu, whatsoever
- elda alltaf sjálf og geng oftast frá líka
- jú ég kúri hjá sístækkandi karlmannsbelg (sjá síðar í færslunni)
- veit ekki hvaða bull þetta er með kaffi í rúmið og kokk í eldhúsinu..
Ekki það, ég fór í endurvinnsluna og var nokkuð heppin - en þegar mesti ástarbríminn fór af, fóru kostirnir að breytast í lesti.
Stærsti kosturinn við hann er sjálfsálitið - en núna finnst mér að hann mætti alveg hafa aðeins meiri áhuga á mér en sjálfum sér, allavega stundum.
Hann á fullt af áhugamálum og er ekki háður mér þegar kemur að því að hafa ofan af fyrir sér - núna finnst mér að hann mætti alveg taka mig inn í sín plön, allavega stundum.
Hann var grannur og stæltur - en ég er bara svo góður kokkur (sjá sístækkandi karlmannsbelginn hér að ofan)
Ég er ekki að biðja um vorkunn, enda valdi ég meðvitað fyrir sjálfa mig. Það getur bara verið ógeðslega gott að velta sér upp úr sjálfsvorkunn á meðan maður les svart á hvítu hvað sumir karlar geta verið húslegir. Vona bara að þessir sumir séu jafn góðir í rúminu og minn (þ.e. þegar hann NENNIR)
kveðja
Kokmælt
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.6.2008 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 22:25
Bree hvað?
Ég er komin með ótrúlega góða aðferð við að þrífa tuskur.
Set tuskurnar í þvottavélina og stilli á skol. Þegar það er búið stilli ég á 90° og forþvott - set Ariel Ultra (extra virgin með vængjum) í þvottaefnishólfið og the secret ingredient..... KLÓR í forþvottarhólfið.
Skilar tuskunum hvítari og hreinni en nokkrum sinnum.
Djöfull er ég orðin eitthvað Desperate Housewife hérna. Það er bara þrennt í stöðunni; heimsyfirráð, dauði eða ástmaður.
kveðja
Kokmælt
15.6.2008 | 20:09
Niðurfall
Það er aldeilis að það hafa fallið niður hjá okkur bloggin kæra Nefmælt.
Þar sem þessi síða var opnuð með það fyrir augum að eigendur hennar gætu fengið útrás fyrir pirring og leiðindi ýmiss konar þá hlýtur þetta að vera með eindæmum jákvæð þróun.
Er það ekki?
Kokmælt
7.5.2008 | 13:08
Ég elska þig
Unglingsprinsessan mín er komin með kærasta. Þegar þau voru búin að þekkjast í 3 daga heyrði ég hana kveðja hann með orðunum:
"Ég elska þig"
Jahérna hér, hugsaði ég, nú bara, er barnið virkilega orðið alvöru ástfangið í fyrsta skipti eða er þessi setning orðiðnn að ... - já frasa? Innantómur og merkingarlaus? Meira svona eins og "þú ert æði" eða "ég fíla þig í botn"?
Ég elska ykkur öll,
Kokmælt.
31.3.2008 | 23:40
Veruleiki minns og þinns
Getur verið að karlmenn og kvenmenn búi ekki í sömu vídd?
Að þeir séu kannski í annarri víd sem bara "óverlappi" víddina sem við konunar byggjum?
Ég held það svei mér þá og ég held líka að þeirra vídd sé bara tvívíð, jafnvel bara einvíð - bara pláss fyrir það sem er beint fyrir framan nebbann. Fyrir framan nebbann er svo alveg ótrúlega fátt því þeir (margir hverjir alla vega) hafa tileinkað sér þann einstaka hæfileika að beina nefinu BARA að því sem þeir hafa einhvern áhuga á.
Svo er spurning hvort þeir séu hreinlega orðnir þróaðri en við konurnar, búnir að þróa með sér hæfileikann til að sjá ekki það sem þá langar ekki til að sjá?
Alveg spurning...
Kokmælt
21.3.2008 | 01:04
Hey........ !?! (skíðafasistar)
Hey, af hverju sé ég þig aldrei á skíðum?
Af því að ég nenni ekki á skíði
Hey, djöfull sniðugar þessar skíðaleigur, græða helling á svona hálfvitum sem tíma ekki að kaupa sér skíði!
Já, reyndar mjög sniðugt fyrir fólk eins og manninn minn sem langar kannski á skíði tvisvar til þrisvar á ári, í mesta lagi
Hey, það eiga bara ALLIR að kaupa sér skíði!
Æji, þetta gengur úr sér á nokkrum árum, til hvers að kaupa ef maður getur leigt
Hey, af hverju sé ég þig aldrei á skíðum?
Alveg með ólíkindum hvað fólki sem finnst gaman á skíðum, finnst að öllum öðrum eigi líka að finnast gaman á skíðum. Oft er þetta fólk með sjúklega þörf fyrir hvers konar hreyfingu og tíundar það fyrir svona sófakartöflum eins og mér. Þegar viðkomandi byrjaði í 6.skiptið að spyrja mig af hverju ég væri ekki alltaf uppi í fjalli með börnin mín, þá sagði ég bara:
Hey, hvað last þú síðast skemmtilegt fyrir börnin þín?!!???!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
....og samt er ég
Nefmælt
13.3.2008 | 11:51
ha.. ég??
Æji þú veist, mér finnst ég alltaf vera tuttugogeins. Þrátt fyrir aukinn þroska, aðra gallabuxnastærð. Þrátt fyrir að foreldrarnir verði gamlir, vinirnir eldist og börnin byrji í skóla, finnst mér alltaf jafn ótrúlegt að ég sé búin í menntó.
Mér finnst ungir strákar kannski ekki beint "geðveikt sætir", en mér finnst þeir voðalega krúttulegir og stelst stundum til að kíkja á þá þegar þeir sjá ekki til. Svo skemmtilega slánalegir og óöruggir með sig þó þeir láti eins og þeir eigi heiminn.
Þess vegna finnst mér heldur ekkert skrítið þegar menntaskólastrákarnir eru að laumast til að kíkja á mig í Kringlunni, horfa á eftir mér þegar þeir halda að ég sjái ekki til. Hey, ég er nú einu sinni sjálf rétt skriðin úr menntaskóla.
Ég er alltaf jafn lengi að fatta að þeir eru alls ekkert að horfa á mig. Þeir eru að horfa á unglinginn sem er að labba við hliðina á mér. Ó, hún er víst ekki lengur 10 ára.....
Sjálhverf kveðja
Nefmælt