11.6.2007 | 17:15
Sérfræðingurinn
Nú þori ég ekki alveg að alhæfa, en minn maður er þannig að um leið og hann snertir á einhverju er hann Sérfræðingurinn. Þegar hann eldar mat (sem kemur örsjaldan fyrir), þá er það tilefni í marga frægðarsöguna: dass af þessu, dass af hinu, svissa örstutt á grillinu og svo í ofninn þar til það er orðið mjúkt eins og kvenmannslæri. Sögunni fylgir ekki að það er konan sem kaupir kjötið, kryddar það eða leggur í lög og útbýr síðan allt meðlætið.
Svp eru það gólfefnin. Þegar hann er í "kaupa parket" ferlinu, veit hann ekki bara allt um millimetra, áferð og endingu, heldur líka hvað fyrirtækið er með mikla álagningu og hvernig sölutæknin er í fyrirtækinu: "Uss, þeir selja þetta út á sjöþúsundkall fermetrann, en í innkaupum kostar þetta ekki nema þúsundkallinn. Svo gefa þeir einhvern típrósent afslátt til að hafa kúnnann góðan". Og þá veistu það. Það sem karlmaðurinn segir eru almenn lög og djúphugsuð speki svo það er eins gott að reyna ekkert að þræta...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aaaaaaaa!
Þið hræðið mig! Ég er að fara að búa með kærastanum mínum til rúmlega 3ggja ára. Flyt eftir nokkra daga.
Og þið eruð að hræða mig frá því ;)
Katrín M., 22.6.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.