Öxl til að væla á

Hvað gerið þið þegar ykkur vantar einhvern til að væla í? Einhvern til að segja frá öllu því sem er að angra ykkur og gera lífið ykkar flóknara og erfiðara en það ætti að vera? Eða bara þegar mælirinn fyllist stundum og þið þurfið að tappa af?
Einhvern sem segir bara "æjæj, aumingja þú" og "mikið áttu bágt" og "svona svona".
En þegar allir sem þú talar við segja bara "þetta reddast" og "þetta verður allt í lagi" og "elskan mín, þú gerir bara svona og hinsegin" og "uss, þú reddar þessu bara".

Sem er ekki það sem maður þarf heldur bara einhver sem nennir að hlusta og vorkenna manni smá.

Því þá getur maður yfirleitt bara skælt þetta úr sér og haldið áfram.

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Bít á jaxlinn og reyni að hugsa um einhvern sem hefur það verr en ég sem er fyrir okkur flesta Íslendinga auðvelt. En þegar það dugar ekki til þá ???!!!

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 20:58

2 identicon

Nú þá kem ég til þín mín kæra Kokmælt og get ávallt treyst því að fá samúð og meðð'í. En þetta er auðvitað það týpíska íslenska, þetta reddast og svo málshátturinn: "lengi má böl bæta með að benda á eitthvað verra", eins og Halla Rut vísar í. Svo komdu bara til mín, ég skal mála heiminn svartann með þér í nokkra tíma og hrauna svo yfir með tárum!!

Nefmælt (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvernig finnst ykkur napólísk tunga? Þar er tungumál sem er hvorttveggja nefmælt og kokmælt!

(Sem dæmi var stór hluti af Godfather II á þessu tungumáli.) 

Elías Halldór Ágústsson, 3.8.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Já napolísk tunga er auðvitað bara tær snilld. Hugsaðu þér líka Elías hvað það er líka gaman fyrir þann sem er að gúggla svona orð eins og nefmælt, gormælt, frammgómmælt og kokmælt - að fá ekki bara upp leiðinlegar málfræðisíður, heldur þessa endalaust skemmtilegu, fróðlegu og léttu bloggsíðu í kaupbæti!

kveðja
Nefmælt

Nefmælt og Kokmælt, 6.8.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Mikið held ég að mál sem er bæði nefmælt og kokmælt hljómi furðulega :).

Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 7.8.2007 kl. 12:14

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mér hefur heyrst portúgalska vera þannig líka, a.m.k. eins og João Gilberto syngur hana.

Elías Halldór Ágústsson, 7.8.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband