Getraun

Fyrir svona fimm árum síðan mætti ég í safnaðarheimili eitt til að aðstoða vinkonu mína við að undirbúa fermingarveislu. Sem ég geng í salinn er lítill kór að æfa við píanóundirleik. Ég er mikil áhugamanneskja um söng og horfi  því  velþóknun yfir hópinn samhliða göngunni. Sé ég þá ekki svona svakalega sjarmerandi mann sem stendur við endann og syngur af innlifun með hinum. Meðalmaður á hæð, dökkhærður, dökkur yfirlitum, þykkar augabrúnir, sexý varir, ómótstæðileg útgeislun... hann horfði á móti og sendi mér geislandi bros. Ég rankaði við mér rétt í þann mund sem ég var við það að ganga beint á veisluborðið. Þá rann það upp fyrir mér að eitthvað kannaðist ég nú við manninn.. hafði sé hann áður - var hann í auglýsingu? gamall skólabróðir? (ekki gamall kærasti svo mikið er víst, því hefði ég munað eftir). Þá laust því allt í einu niður í hausinn á mér, þetta var krúttið úr tómatsósuauglýsingunn, hver man ekki eftir:

Hann: "Þú segir núðlur"
Hún: "og þú segi pasta"
Hann: "Þú segir punktur"
Hún: "..ég segi basta"
Bæði: "Og þó við séum ekki sammál' um neeitt, þá er við þó sammál' um eitt"

Hann er nú þó nokkuð þekktara andlit í dag en hann var þá. Núna fæ ég í hnén bara við að sjá hann á mynd. Hann er ótrúlega sexý svona í alvörunni. Hver er maðurinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Annaðhvort er enginn að fatta getraunina mína eða hún er bara ekki nógu spennandi. Get allavega bætt því við að ég fengi ekki í hnén við að sjá hann á mynd ef ég hefði ekki hitt hann áður í eigin persónu - semsagt alvöru sjarmör!
Mér finnst hann samt ekkert sérlega sexý þegar hann syngur.. hefur enginn áhuga á að vita hver þetta er???
kveðja

Nefmælt

Nefmælt og Kokmælt, 9.9.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Katrín M.

Hef bara ekki hugmynd...

Katrín M., 10.9.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

æji, þú ert svo ung Kata mín að þú manst líklega ekki einusinni eftir því þegar Garðar Thor Cortes var frægur fyrir að leika Nonna og/eða Manna. Þetta hefði annars verið ágætis önnur vísbending.. túleit!

Nefmælt og Kokmælt, 11.9.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband