Eftirá(hár)greiðslur

Villtist inn á heimabankann og asnaðist til að skoða hvað næsti visa reikningur verður hár. Hann verður svimandi. Svo ég fór að lesa í gegn:
blablablabla matur 
blablablabla vín
blablablabla matur
blablablabla matur
blablablabla húsgögn
blablablabla matur
blablablabla snyrtistofan
blablablabla matur
blablablabla matur
blablablabla hárgreiðslustofan
blablablabla matur
...............

Ef ég á að vera hreinskilinn er miklu meira matur en þarna er skrifað, allt blablablabla þýðir nefnilega matur. Það er búið að éta megnið af honum. Færslan frá hárgreiðslustofunni er svimandi há, reyndar sjampó þar og næring sem endist vonandi eitthvað fram að jólum, en hárið er óneitanlega farið að vaxa úr sér aftur. En snyrtistofan mar!! splæsti á mig allskonar vaxi og dótaríi og fínaríi af því að ég var að fara í veislu, en missti svo af henni af óviðráðanlegum örsökum. Hef bara verið í síðermabolum og vinnubuxum síðan og ekkert verið að flagga neinu fíneríi, og núna er allt ógeðið farið að vaxa aftur (og ég ekki að tíma að "vaxa"). Vínið er ég auðvitað búin að drekka með bestu lyst þó svo að ekkert hafi verið tilefnið.
Niðurstaða: Maturinn uppétinn, vínið drukkið og höfuð og líkamshár farin að vaxa villt.
ÁÐUR EN ÉG ER BÚIN AÐ BORGA FYRIR ÞAÐ!!Það er þrennt í stöðunni

  1. Hætta að nota kreditkort (glætan.. og lifa á hverju þegar ég er búin að eyða öllum peningnum í að borga neyslu síðasta mánaðar)
  2. Hætta að eyða í vín, föt og snyrtistofur (og hvað.. enda eins og sú gamla í færslunni hér fyrir neðan?)
  3. Fara á námskeið í heimilisbókhaldi(over my dead body.. bolalegast í heimi!!)

Kannski get ég bara farið fram á að þurfa ekki að borga fyrir það sem sést ekki lengur. Þá standa bara húsgögnin eftir og ég er alveg til í að borga það.. hvað haldið þið?

(ótrúlega góð ritunaræfing að skrifa blablablabla.. hvet ykkur til að prófa)

kveðja
Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband