ha.. ég??

Æji þú veist, mér finnst ég alltaf vera tuttugogeins. Þrátt fyrir aukinn þroska, aðra gallabuxnastærð. Þrátt fyrir að foreldrarnir verði gamlir, vinirnir eldist og börnin byrji í skóla, finnst mér alltaf jafn ótrúlegt að ég sé búin í menntó.
Mér finnst ungir strákar kannski ekki beint "geðveikt sætir", en mér finnst þeir voðalega krúttulegir og stelst stundum til að kíkja á þá þegar þeir sjá ekki til. Svo skemmtilega slánalegir og óöruggir með sig þó þeir láti eins og þeir eigi heiminn.

Þess vegna finnst mér heldur ekkert skrítið þegar menntaskólastrákarnir eru að laumast til að kíkja á mig í Kringlunni, horfa á eftir mér þegar þeir halda að ég sjái ekki til. Hey, ég er nú einu sinni sjálf rétt skriðin úr menntaskóla.

Ég er alltaf jafn lengi að fatta að þeir eru alls ekkert að horfa á mig. Þeir eru að horfa á unglinginn sem er að labba við hliðina á mér. Ó, hún er víst ekki lengur 10 ára.....

Sjálhverf kveðja
Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband