Hey........ !?! (skíðafasistar)

Hey, af hverju sé ég þig aldrei á skíðum?
Af því að ég nenni ekki á skíði
Hey, djöfull sniðugar þessar skíðaleigur, græða helling á svona hálfvitum sem tíma ekki að kaupa sér skíði!
Já, reyndar mjög sniðugt fyrir fólk eins og manninn minn sem langar kannski á skíði tvisvar til þrisvar á ári, í mesta lagi
Hey, það eiga bara ALLIR að kaupa sér skíði!
Æji, þetta gengur úr sér á nokkrum árum, til hvers að kaupa ef maður getur leigt
Hey, af hverju sé ég þig aldrei á skíðum?

Alveg með ólíkindum hvað fólki sem finnst gaman á skíðum, finnst að öllum öðrum eigi líka að finnast gaman á skíðum. Oft er þetta fólk með sjúklega þörf fyrir hvers konar hreyfingu og tíundar það fyrir svona sófakartöflum eins og mér. Þegar viðkomandi byrjaði í 6.skiptið að spyrja mig af hverju ég væri ekki alltaf uppi í fjalli með börnin mín, þá sagði ég bara:

Hey, hvað last þú síðast skemmtilegt fyrir börnin þín?!!???!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

....og samt er ég
Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Pant vera memm í sófakartöfluliðinu!

Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 21.3.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

kaupa skíði, jahá, þegar maður kemst á skíði svona sirka annað eða þriðja hvert ár hér á höbbuðborgarsvæðinu...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hef ég séð þig á hjóli?

Elías Halldór Ágústsson, 21.3.2008 kl. 12:44

4 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmm, þetta með hjólið virkar ekki á minn skíðaentúsíastbróður, hann er nefnilega líka oft á hjóli...

Reyndi í gær að veiða son minn inn í skíðadellu, sá er sem betur fer búinn að gleyma aftur og farinn að suða um sund eins og hann er vanur.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(já og les reyndar líka mikið fyrir börnin)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 17:29

7 identicon

Já, ég viðurkenni það. Ég er skíðafasisti. Og afar sæll með það.

Ég vil taka það fram hér að ég ætlaðist ekki til að systir mín splæsti á skíði á Finn litla frænda heldur einmitt leigði þau. Og ég veit að Fífu systur hans dauðlangar á skíði eftir að hún fékk bakteríuna í skíðaferð til Dalvíkur í fyrravetur.

Svo þetta átti nú bara að vera góðverk hjá mér.

Þorbjörn bróðir Hildigunnar (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:04

8 identicon

er ekki bara málið leyst með því að Fífa fari með krakkann á skíði? ;)

Og lýkur hérmeð rökræðum systkina á gjörókunnugu bloggi!

Vælan yngsta systirin (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:30

9 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Jahérna hér, gaman að detta svona inn í miðjar systkinaerjur - endilega haldið bara áfram .
Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 24.3.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, ætli séu enn rútuferðir á skíði?

foreldrarnir hafa að minnsta kosti alveg mínus áhuga, og unglingurinn ekki kominn með bílpróf...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:31

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(og nei, ég var ekkert að ásaka minn kæra bróður um að hafa ætlað mér að kaupa skíði, sú athugasemd var ætluð skíðafasistanum sem talað er um í færslunni...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband