Bree hvað?

Ég er komin með ótrúlega góða aðferð við að þrífa tuskur.

Set tuskurnar í þvottavélina og stilli á skol. Þegar það er búið stilli ég á 90° og forþvott - set Ariel Ultra (extra virgin með vængjum) í þvottaefnishólfið og  the secret ingredient..... KLÓR í forþvottarhólfið.

Skilar tuskunum hvítari og hreinni en nokkrum sinnum.

Djöfull er ég orðin eitthvað Desperate Housewife hérna. Það er bara þrennt í stöðunni; heimsyfirráð, dauði eða ástmaður.

kveðja
Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tilhvurs að hafa tuskurnar hvítar? þær óhreinkast bara aftur

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Takk fyrir að auka á tilgangsleysi lífs míns frú Hildigunnur - ég hélt að við værum vinkonur?

(sagt með grátkökk í Kokinu)

Nefmælt og Kokmælt, 20.6.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband