20.6.2008 | 22:49
...ef ég nennniiiiii
Stundum - bara til að pína sjálfa mig - þá kíki ég á færslur hjá konum sem hafa haft heppnina með sér í endurvinnslunni.
Ef ég fer aðeins í gegnum sældina hjá einni ágætri bloggarakonu (sem ég samgleðst INNILEGA), þá sé ég að ýmislegt vantar í mitt ástarsamban. Eins og til dæmis:
- ég fer nánast alltaf ein í Bónus og Krónuna og rogast ein heim með pokana
- enginn talar um hvað ég sé falleg (nema ég sjálf)
- ef ég vinn ekki verkin þá vinnur þau engin
- jú hann ræður alveg við pottofn, ef hann NENNIR.... (svona svipað og Helgi Björns hérna um árið)
- hlusta... er það eitthvað sem passar inn í gsm símann?
- engar kúnstir í eldhúsinu, whatsoever
- elda alltaf sjálf og geng oftast frá líka
- jú ég kúri hjá sístækkandi karlmannsbelg (sjá síðar í færslunni)
- veit ekki hvaða bull þetta er með kaffi í rúmið og kokk í eldhúsinu..
Ekki það, ég fór í endurvinnsluna og var nokkuð heppin - en þegar mesti ástarbríminn fór af, fóru kostirnir að breytast í lesti.
Stærsti kosturinn við hann er sjálfsálitið - en núna finnst mér að hann mætti alveg hafa aðeins meiri áhuga á mér en sjálfum sér, allavega stundum.
Hann á fullt af áhugamálum og er ekki háður mér þegar kemur að því að hafa ofan af fyrir sér - núna finnst mér að hann mætti alveg taka mig inn í sín plön, allavega stundum.
Hann var grannur og stæltur - en ég er bara svo góður kokkur (sjá sístækkandi karlmannsbelginn hér að ofan)
Ég er ekki að biðja um vorkunn, enda valdi ég meðvitað fyrir sjálfa mig. Það getur bara verið ógeðslega gott að velta sér upp úr sjálfsvorkunn á meðan maður les svart á hvítu hvað sumir karlar geta verið húslegir. Vona bara að þessir sumir séu jafn góðir í rúminu og minn (þ.e. þegar hann NENNIR)
kveðja
Kokmælt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 21.6.2008 kl. 13:29 | Facebook
Athugasemdir
Jamm mín kæra kokmælt.... við hvað ertu að miða?? 10 - 15 árum yngri konu en þig !!!! Hummm,,, !! nei.. er það nokkuð? MANSTU EKKI hvað allt var bleikt og fallegt þegar þú fórst í gegn um þetta allt í fyrsta skiptið með þínum heittelskaða? ... og NÁNAST allt gekk upp!!
En þú hefur auðvitað enn og aftur aðalkostinn við þinn "hunk" þegar hann nennir!! P.S Ég þori að veðja að þeir eru það ekki K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 01:37
Við erum greinilega báðar orðnar kokmæltar af öllum niðurbælda pirringnum sem við höfum ekki fengið útrás fyrir hérna.
Get samt alveg kvittað undir þessa færslu, nánast allt stemmir (því miður ).
Kv,
KM
Nefmælt og Kokmælt, 22.6.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.