Gestir

Ég elska gestagang.
Þykir æðislegt að fá til mín skemmtilega gesti og sitja með þeim yfir kaffi, gúmmelaði og góðu spjalli eða kvöldmat, rauðu í glasi og auðvitað góðu spjalli.

Í gær fékk ég þó gesti sem voru hættir að vera velkomnir þegar þeir loksins mættu. Þeir höfðu hringt uppúr hádegi og sagst ætla að kíkja við seinni partinn. Ég var búin að skella bakkelsinu í ísskápinn, hella kaffinu og farin að huga að kvöldmat þegar þau létu loksins sjá sig.
Klukkan 18:15.
Þar sem þau eru 6 var varla um það að ræða að drýgja kvöldmatinn okkar og bjóða þeim í mat. Þau ætluðu líka bara "rétt að kíkja" og voru "nýbúin að borða" þegar þau komu svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af þeim. Við fjölskyldan vorum aftur við hungurmörk þegar gestirnir loksins fóru.
Að ganga 21 Pinch.

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Oj, dónarnir!!!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband