Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
27.7.2007 | 20:03
Öxl til að væla á
Hvað gerið þið þegar ykkur vantar einhvern til að væla í? Einhvern til að segja frá öllu því sem er að angra ykkur og gera lífið ykkar flóknara og erfiðara en það ætti að vera? Eða bara þegar mælirinn fyllist stundum og þið þurfið að tappa af?
Einhvern sem segir bara "æjæj, aumingja þú" og "mikið áttu bágt" og "svona svona".
En þegar allir sem þú talar við segja bara "þetta reddast" og "þetta verður allt í lagi" og "elskan mín, þú gerir bara svona og hinsegin" og "uss, þú reddar þessu bara".
Sem er ekki það sem maður þarf heldur bara einhver sem nennir að hlusta og vorkenna manni smá.
Því þá getur maður yfirleitt bara skælt þetta úr sér og haldið áfram.
Kokmælt
20.7.2007 | 15:35
Fullorðinsfræðsla fyrir karlmenn
Fall Courses for Men
REGISTRATION MUST BE COMPLETED
by Monday, Oct 30, 2007
NOTE: DUE TO THE COMPLEXITY AND DIFFICULTY LEVEL
OF THEIR CONTENTS, CLASS SIZES WILL BE LIMITED TO 8 PARTICIPANTS MAXIMUM .
Class 1
How To Fill Up The Ice Cube Trays--Step by Step, with Slide Presentation.
Meets 4 weeks, Monday and Wednesday for 2 hours beginning at 7:00 PM.
Class 2
The Toilet Paper Roll--Does It Change Itself?
Round Table Discussion.
Meets 2 weeks, Saturday 12:00 for 2 hours.
Class 3
Is It Possible To Urinate Using The Technique Of Lifting The Seat and Avoiding The Floor, Walls and Nearby Bathtub?--Group Practice.
Meets 4 weeks, Saturday 10:00 PM for 2 hours.
Class 4
Fundamental Differences Between The Laundry Hamper and The Floor--Pictures and Explanatory Graphics.
Meets Saturdays at 2:00 PM for 3 weeks.
Class 5
Dinner Dishes--Can They Levitate and Fly Into The Kitchen Sink?
Examples on Video.
Meets 4 weeks, Tuesday and Thursday for 2 hours beginning
at 7:00 PM
Class 6
Loss Of Identity--Losing The Remote To Your Significant Other.
Help Line Support and Support Groups.
Meets 4 Weeks, Friday and Sunday 7:00 PM
Class 7
Learning How To Find Things--Starting With Looking In The Right Places And Not Turning The House Upside Down While Screaming.
Open Forum .
Monday at 8:00 PM, 2 hours.
Class 8
Health Watch--Bringing Her Flowers Is Not Harmful To Your Health.
Graphics and Audio Tapes.
Three nights; Monday, Wednesday, Friday at 7:00 PM for 2 hours.
Class 9
Real Men Ask For Directions When Lost--Real Life Testimonials.
Tuesdays at 6:00 PM Location to be determined.
Class 10
Is It Genetically Impossible To Sit Quietly While She Parallel Parks?
Driving Simulations.
4 weeks, Saturday's noon , 2 hours.
Class 11
Learning to Live--Basic Differences Between Mother and Wife.
Online Classes and role-playing.
Tuesdays at 7:00 PM , location to be determined
Class 12
How to be the Ideal Shopping Companion
Relaxation Exercises, Meditation and Breathing Techniques.
Meets 4 weeks, Tuesday and Thursday for 2 hours beginning at 7:00 PM .
Class 13
How to Fight Cerebral Atrophy--Remembering Birthdays, Anniversaries and Other Important Dates and Calling When You're Going To Be Late.
Cerebral Shock Therapy Sessions and Full Lobotomies Offered.
Three nights; Monday, Wednesday, Friday at 7:00 PM for 2 hours.
Class 14
The Stove/Oven--What It Is and How It Is U sed.
Live Demonstration.
Tuesdays at 6:00 PM, location to be determined.
Kokmælt
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.7.2007 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 19:06
Hvað er...
Karlmaður
Einn á ferð
Með úttroðinn innkaupapoka
ER ÓTRÚLEGA SEXÝ!!
Svo framarlega sem innihald pokans samanstendur ekki af forsteiktum nöggum, frosnum frönskum og hrásalati. Karlmenn sem kaupa í matinn og elda... ummmmmmmmmm
Nefmælt
10.7.2007 | 19:40
Djarfar konur
Ég hef smátt og smátt verið að vakna til vitundar um að konur sem eru:
- með hárið vandlega tekið frá andlitinu (tagl, hárband, spennur og alles)
- klæddar í þröngan, stuttan, litríkan bol (gjarnan nokkuð fleginn)...
- ..og þröngar gallabuxur (síddin misjöfn)
- með vandlega lakkaðar tásuneglur í opnum skóm
Eru oftar en ekki útlenskar og þá oftast frá austur Evrópu. Hafa fleiri tekið eftir þessu?
Kveðja
Nefmælt (sem á líka... by the way, hrotufærsluna fyrir neðan)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2007 | 01:35
CHRSZZZZZZZZZZ
Það eina góða við að hafa hann við hliðina á mér í rúminu núna, er að ég næ að ýta hressilega í hann þegar hann byrjar að hrjóta. Ef hann væri t.d. á dýnu á gólfinu væri ég bara algjörlega hjálparlaus og andvaka....
Nefmælt (eða bara Fúlmælt kannski....)
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.7.2007 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 18:36
Ættarmótsraunir
Á tveggja ára fresti kemst ég ekki hjá því að pakka niður fjölskyldunni og slást við náttúruöflin í 2-4 sólarhringa. Þetta geri ég af einskærri tryggð við Eiginmanninn og fjölskylduna hans megin (og kannski smá fyrir gríslingana). Af hverju skyldi þetta vera svona mikil kvöð? Ég er búin að vera að hugsa nokkuð um þessa andstöðu mína og akkúrat núna, nokkrum dögum eftir Hryllinginn Mikla, eru þær mér í svo fersku minni að ég ákvað að festa þær á blað. Síðan ætla ég að setja þessa síðu í minni sem poppar upp á tveggja ára fresti, til ég geti vegið og metið ávinning, álag, kosti og galla, áður en ég ákveð hvort ég fari með
- Ég sé alfarið alein um að kaupa í matinn, fara í ríkið, tína til útilegudraslið og fá lánað það sem upp á vantar.
- Ég sé alfarið alein um að ákveða hvað þarf að taka með af fötum, sængum, svefnpokum og öðru sem þarf til að halda passlegu hitastigi á fjölskyldunni.
- Eftir sólardag kólnar svo snögglega að það er sama hvað ég fer í margar ullarnærbuxur, flísbuxur, lambhúshettur og lopavettlinga - ég hætti ekki að skjálfa!
- Ég er ekki fyrr búin að ná upp nægjanlegum líkamshita inni í helv. tjaldgopanum að ég vakna upp með andfælum. Sólin er komin upp (klukkan nýorðin 6) og orðið ólíft í tjaldinu fyrir hita.
- Partur af fyrrnefndum pirringi gæti líka stafað af því að ég sofnði svo seint, ástæðan fyrir því er næsti pirringur sem er líklega sá versti:
- Krakkaormarnir orðnir þreyttir og pirraðir og fást með engu tauti ofan í poka nema mamman komi með inn í tjald (pabbinn er að sjálfsögðu ekki inni í myndinni hérna). Klukktutíma síðar, þegar ormunum hefur tekist að sofna þrátt fyrir glasaglaum, hlátur og gleði beint fyrir framan tjaldið - er mamman orðin svo pirruð og fúl að henni tekst alls ekki að sofna. Pirringurinn vex svo í réttu hlutfalli við hávaðann úti, og er orðinn svo svakalegur að mamman neyðist til að fara út úr tjaldinu svo hún kafni ekki í eigin fýlu. Ekki tekur þá betra við því að ekki vill hún að glasaglamrararnir úti sjái til sín, því að þeir eru þær manneskjur sem hún vill síst af öllu hitta núna - og ALLS EKKI EIGINMANNINN!!! Því laumast hún niður í fjöru þar sem hún getur fnæst og frýst í friði þartil hrollurinn er aftur orðinn allsráðandi og tími til að koma sér aftur inn í tjald og orna sér við hitann af litlum líkömum (sá stóri er nottla enn úti að skemmta sér, algjörlega ómeðvitaður um að hann eigi fjölskyldu innan seilingar).
- Daginn eftir á Tengdamamman og gömlu frænkurnar ekki orð yfir því hvað karlpeningurinn í hópnum skemmti sér vel daginn áður, já þeir kunna þetta sko strákarnir!! Það er ekki minnst einu orði á allar duglegu eiginkonurnar sem sáu um að elda, ganga frá og koma börnunum niður svo "blessaðir drengirnir" gætu nú skemmt sér eins og þeir ættu skilið.
Hef komist að lokaniðurstöðu: Ég hata útilegur!
kveðja
Nefmælt