Ferðatuð

5 mannafjölskylda + 4 daga ferðalag = 1/2 dagur í að pakka niður og undirbúa.

Herrann heldur að slíkt gerist sjálfkrafa. Sefur þar til klukkustund fyrir áætlaðan brottfarartíma, skellir sér þá í sturtu og er tilbúinn. Verður alveg steinhissa þegar ég bendi á opna tösku á rúminu og segi að hann geti bætt í hana því sem hann ætli að taka með.
"Varstu ekki búin að pakka góðu náttbuxunum mínum?"
"En tannburstanum, bókinni minni eða nærfötum?"
"Svo var ég að hugsa um að reyna kannski að komast á skíði, voru skíðagræjurnar komnar með?"
Nei, nei, nei og nei. Hélt hann myndi missa andlitið. pirruð

"Núnú, mín bara í svona skapi í dag - ha? Bara komin í hátíðarskapið - ha? Er Rósa frænka kannski í heimsókn - ha?"

Þið finnið hann í kústaskápnum, bakvið skúringarfötuna með ryksugubarkann vafinn um hálsinn. Hann var enn á lífi þegar við fórum.

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ligg hérna í hláturskasti. Takk fyrir góða færslu. Það er alveg hrikalega spaugilegt hvað karlar verða alltaf karlar og konur alltaf konur. Pirringinn út í eiginmennina/kærastana/sambýlismennina/barnsfeðurna munum við konur alltaf eiga sameiginlegan.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband