Hip og kúl - tuð

Það er fátt sorglegra en að horfa á fullorðinn karlmann reyna að vera á sama level og 14 ára dóttir hans. Að sjá hann uppgötva að hún er ekki litla stelpan hans lengur og reyna að nálgast hana með því að verða "hip og kúl". Sérstaklega vegna þess að hann er ekkert "hip og kúl".
Hann hættir ekkert að vera pabbi gamli, nú er hann bara pabbi gamli sem reynir að vera "hip og kúl" og mistekst hraplega. Af því það sem hann man sem "hip og kúl" er orðið 25+ ára gamalt.
Ég græði reyndar heilmikið á þessu. Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið og undanfarið. Auðvitað veit enginn í fjölskyldunni (nema kannski unglingurinn) af hverju ég er að hlæja. Hann heldur að það sé bara svona óskaplega létt yfir minni. Heldur að hann sé svona fyndinn, sem hann jú er, en ekki af þeirri ástæðu sem hann heldur. Hann heldur að ég sé að hlæja með honum þegar ég er bara að hlæja að honum.
Hann vex vonandi uppúr þessu greyið.

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband