Verkaskiptingartuð

2 af börnunum á leiðinni í próf á morgun. Mamman þarf að vinna að stóru verkefni. Pabbinn að vinna við tölvuna sína. Mamman hlýðir yfir barni 1, eldar svo matinn, leggur á borð, gengur frá eftir matinn, setur í uppþvottavélina, þurrkar af borðum, hlýðir yfir barni 2 og brýtur saman þvott í leiðinni, burstar tennur í börnum 1 og 2, fær þau í háttinn með fortölum, les fyrir þau, kúrir þau niður, hleypur 2svar sinnum til hvors barns til að "breiða betur yfir", "svara smá spurningu", "róa vegna prófkvíða" og "finna bangsa" og sest svo loksins við tölvuna til að sinna verkefninu.

Pabbinn kemur rétt í því að mamman sest:
"Ertu ekki lúin?" what
"Þarftu ekki að taka þér smá hvíld?"
"Eigum við að spila? eða kannski horfa á mynd?"
"Þarftu að vinna verkefni? Getur það ekki bara beðið? Þú átt sko skilið smá hvíld núna!"

???? Er maðurinn að grínast?

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband