Gamlir sénsar

Klukkan er 9 á sunnudagsmorgni. Þú ákveður að skjótast í búðina að kaupa nauðsynjar sem gleymdust í helgarinnkaupunum. Hugsar að það sé varla nokkur í búðinni á svona ókristilegum tíma og að það sé óþarfi að dressa þig upp og setja á þig andlit. Þú hefur ekkert fyrir því að fara úr eldgömlu og upplituðu joggingbuxunum og teygðu og toguðu peysunni, setur bara teygju í hárið í stað þess að greiða það og hleypur af stað.
Og hvað er það fyrsta sem þú sérð þegar þú gengur inn? Gamall séns! Og ef þú ert heppinn þá er hann með konuna sína með sér og hún lítur út eins og hún hafi verið að koma beint úr myndatöku fyrir Vogue. 

Þetta bregst ALDREI! Ég held að þetta sé eitt af ófrávíkjanlegum lögmálum lífsins.
Og lærir maður af reynslunni? Ónei, ekki aldeilis.
Það eina jákvæða sem ég hef fengið útúr þessu gegnum tíðina er að ég áttaði mig á því hvað ég á marga gamla sénsa.

Kokmælt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Uss, ef það er ekki gamall sjens þá er það sætur strákur! Lenti akkúrat í því sama í morgun, mygluð og úfin og mætti þessum sæta og huggulega manni, mmmm.. var svooo góð lykt af honum

Nefmælt

Nefmælt og Kokmælt, 30.4.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband