Hárvöxtur í efra og neðra

Ég var búin að lofa pælingum um hárvöxt og hárleysi og ætla að myndast við að koma þeim á "blað*.

Mér þykir þessi krafa um hárleysi kvenna nefnilega nokkuð merkileg. Ég hef reyndar ekki kannað málið nákvæmlega en ég tel að þetta sé tiltölulega nýtt fyrirbæri, varla mikið meira en 30, 40, kannski 50 ára gamalt.
Það vekur áhuga minn er að það eru bara konur sem eiga að vera hárlausar, ekki karlmenn. Reyndar komst það í tísku fyrir nokkrum árum að karlmenn vöxuðu/rökuðu bringu og bak en skv. mjög áreiðanlegum heimildum (amerískum slúðurblöðum) er það á undanhaldi.
Á sama tíma eiga konur að vera hárlausar á sífellt fleiri stöðum - annað er bara ógeðslegt.
Hvers vegna?
Af hverju vekur það ógeð og klígju (svo ég vitni í Lúther úr athugasemdum hér að neðan) að konur séu með hár undir höndum, á leggjum og kynfærum?
Hárvöxtur er merki um kynþroska, eiga konur semsagt að líta út fyrir að vera ekki orðnar kynþroska?

Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að allt þetta hárleysi er ekkert endilega gott fyrir konur. Nýleg rannsókn sýndi að það getur haft ýmiss slæm áhrif á kynfæri kvenna að vera alveg hárlaus - t.a.m. útbrot, kláða, exem og ein rannsóknin vildi meina að aukin þvaglekavandamál ungra kvenna á Íslandi mætti m.a. rekja til þessa. Það eru nefnilega hvergi í heiminum eins margar ungar stúlkur sem eiga við þvagleka að stríða en hér á Íslandi (miðað við höfðatöluna góðu).

Það er líka merkilegt að stúlkur niður í 15 ára aldur eru farnar að fara reglulega í braselískt vax.
Til hvers? Fyrir hvern?
Þetta fyrirbæri er nefnilega algjörlega tilbúið, það er engin vísindaleg, líffræðileg eða nytjaleg ástæða fyrir því að konur eigi að vera hárlausar - einungis "fagurfræðileg".

Eða hvað?

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þetta er alveg stórmerkilegt.  Ég hef trú á að hár á kynfærasvæði þjóni svipuðum tilgangi og augnhár og nefhár - að grípa agnir og efni úr umhverfinu og verja svæðið að baki fyrir áreiti, bakteríum og svona.  Það hefur örugglega tilgang alla vega.  Reyndar finnst mér hárleysi afar ógeðfellt á þessu svæði og ef karlmenn þurfa að hafa konur þannig að þær líti út fyrir að vera börn þá ættu þeir að koma sér í meðferð einhvers staðar.

krossgata, 7.8.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hér er mikil gjá milli kynslóða. Sjálfum finnst mér hárvöxtur ekkert draga úr kvenleika og því síður vera ógeðslegur á einn eða neinn hátt, en mér hefur sýnst að flestir sem eru yngri séu mér ósammála.

Þegar ég var táningur var það alls ekki óþekkt að konur rökuðu sig undir höndunum, það var meira að segja mjög algengt, en hins vegar var hitt líka mjög algengt að unglingsstúlkur á mínum aldri  hefðu ekki tekið upp þann sið. Ég vandist því snemma við að sjá náttúrulegan hárvöxt í fullum skrúða.

Kínverskir karlmenn fyrir 100 árum hefðu eflaust sagt "oj bjakk" þegar þeir sæju óreyrða kvenmannsfætur. 

Elías Halldór Ágústsson, 7.8.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband