21.9.2007 | 19:55
Þú vannst!
Ferlega fara þeir í taugarnar á mér sem eru alltaf í samkeppni um það hver á meira bágt, hefur meira að gera, er þreyttari o.s.frv.
Kannist þið við þetta?
Ég: "Ég er að drukkna í vinnu, þarf að skila skýrslu á morgun og er ekki byrjuð á henni".
Hann: "Ég er sko með 400 ósvöruð email í inboxinu mínu".
eða
Ég: "Voðalega er ég slöpp, vona að ég sé ekki að fá flensu".
Hann: "Hóst, hóst, ég er búin að vera slappur í allan dag".
Eða eitthvað í þessum dúr.
Ég er farin að taka upp á því að segja "þú vannst" eða "þú vinnur" í hvert skipti sem ég fæ svona komment.
Honum finnst það ekki fyndið.
Kokmælt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Minnir mann á http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_minor_characters_in_Dilbert#Topper
Elías Halldór Ágústsson, 30.9.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.