Búið?

Hvað er í gangi með okkur misskildu drottningarnar?
Erum við hættar að vera misskildar?
Eða erum við bara búnar að gefast upp í baráttunni við heimaríka húsbændur og yfirgangssama krakkaorma?

Alveg spurning hvort við séum virkilega hættar að vera bitrar og búnar að sætta okkur við ástandið. Ekki ég allavega, svo mikið er víst. Hef líklega fengið útrás annarsstaðar. Hef áhyggjur af að tapa öllum fínu vinunum okkar hérna ef við förum ekki að taka okkur á, hvað segir þú frú Kokmælt?

Nefmælt kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Maður dælir inn kommentum hingað við engar undirtektir.

Elías Halldór Ágústsson, 26.10.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Já þú segir nokkuð mín kæra Nefmælt.
Ég er alveg jafn bitur og alltaf, líklega er rétt að maður fái útrásina annars staðar. Elías Halldór - þakka þér kærlega fyrir athugasemdirnar, það vermir óneitanlega þegar maður lítur hingað og sér að einhver hefur lesið það sem maður þusar .

Nú skal verða bót á!
Og hana nú.

Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 26.10.2007 kl. 13:00

3 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

...sagði hænan og lagðist á bakið!

Nefmælt og Kokmælt, 28.10.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband