Hvussu lengi??

Jákvætt - neikvætt 

Hann setur í uppþvottavél - en þrífur aldrei sigtið í vélinni

Hann leikur við barnið - en leggur ekki til að þeir taki til eftir sig

Hann eldar stundum í pottunum - en vaskar þá aldrei upp

Hann fær sér brauðsneið - en þurrkar aldrei af borðunum

Hann fer í sturtu - en skilur óhrein nærföt og handklæði eftir á gólfinu

Hann elskar barnið - en setur það aldrei í bað eða burstar í því tennurnar

Nú veit ég að þetta hljómar eins og hvert annað tuð. Afhverju er ég að minnast á það neikvæða líka, í staðinn fyrir að halda bara á lofti því jákvæða og einblína á það? Jú, af því að þá lendi ég alltaf í því neikvæða. Og mér finnst það alveg jafn leiðinlegt og honum!!

kveðja
Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ussuss, ekkert uppeldi á manninum :D

Annars er pínu fyndið að það þurfi að taka það fram sem jákvæðan punkt á manninum að hann fari í sturtu...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Kvenheilinn

Karlmannsheilinn

Stolið frá vef Kynngimagnaðrar.

Elías Halldór Ágústsson, 1.11.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Þessir heilar eru náttúrulega bara snilld!
Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 1.11.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband