20.11.2007 | 14:06
Leiðinlegasta spurning í heimi
er tvímælalaust þessi:
Hvað er í matinn?
Ég fæ að heyra hana lágmark fjórum sinnum á hverjum virkum degi.
Og líklega svona átta sinnum á frídögum.
Stundum er reyndar smá fjölbreytni, sérstaklega um helgar. Þá fæ ég að heyra:
Hvað er í hádegismatinn?
Hvað er í drekkutíma?
Hvað er í kvöldmatinn?
Og stundum bætist við:
Er eitthvað í eftirmat?
Þau lærðu, sem betur fer, mjög fljótt að það borgaði sig ekki að segja "Ohhhh, er fiskur/kjötbollur/súpa/kjúklingur".
En mikið helv... getur þetta verið þreytandi spurning
Kokmælt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.