Aumingjans aumingjans ég

Þegar ég var ólétt í fyrsta sinn, fékk ég að heyra marga hryllingsöguna af erfiðum fæðingum. Jafnt frá vinkonum, frænkum og ókunnugum.
En ég tók það ekki til mín því að það átti ekki eftir að henda mig.

Þegar ég keyri bílinn minn og heyri í útvarpinu fréttir af umferðarslysum, þá verður mér illt í hjartanu.
En ég tek það ekki til mín af því að það á ekki eftir að henda mig.

Þegar ég sit í notalega eldhúsinu mínu og sé fréttir af skógareldum og hvirfilbyljum úti í heimi, tárast ég af samúð.
En ég veit að það á ekki eftir að koma fyrir mig af því að ég bý á litla verndaða Íslandi.

Unglingavandamál eru mikið í umræðunni, unglingadrykkja, krakkar sem flosna upp úr námi, hafa ekkert markmið annað en að hanga á mæspeis og emmessenn og með vinunum.
OG ÉG ER AKKÚRAT FOKKINGS AÐ LENDA Í ÞVÍ NÚNA MEÐ LITLA DUGLEGA BARNIÐ MITT OG ER EKKI AÐ MEIKA AÐ STANDA Í EINHVERJU RUGLI!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Meh!

Vonandi verður þetta fljótt að ganga yfir hjá unglingnum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvað er barnið gamalt, ef ég má spyrja?

Elías Halldór Ágústsson, 21.11.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Æji já, eymingjans þú  
Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 21.11.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Þakka auðsýnda samúð og barnið er 16 - áhyggjur til æviloka??
Nefmælt

Nefmælt og Kokmælt, 21.11.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Krakkar sem eru aldrei til vandræða eða valda foreldrum sínum aldrei áhyggjum verða bara leiðinlegir eða jafnvel sjálfstæðismenn þegar þeir verða stórir.

Elías Halldór Ágústsson, 25.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband