Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Misskilningur

Ég tók fréttinni þannig að það væri í tísku hjá leikskólabörnum að strjúka af leikskólanum.. Minn gerði nefnilega einu sinni tilraun til þess.


mbl.is „Stemning“ fyrir stroki á leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenniggi

Nenniggi að vinna.
Nenniggi að elda.
Nenniggi að versla.
Nenniggi að blogga.
Nenniggi að tala.
Nenniggi að vera.

Kokmælt


Unglingavandinn - aftur

Ég þoli ekki að vera leiðinleg. Þoli ekki að þurfa að tuða og skamma og ræða málin - í hverri viku. Sumt af þessu reyndar á hverjum degi. Hvað annað er hægt að gera ef á að koma þessum ormum til manns?

Djöfull getur verið leiðinlegt að vera unglingamamma

kveðja
Nefmælt


Heimavinnandi húsmóðir - má það?

Hvernig stendur á því að ég þori varla að segja við aðrar konur að mig langi að vera heimavinnandi húsmóðir? Væri það afturför fyrir kvenréttindabaráttuna ef einhverjar konur tækju upp á því að vera heima að hugsa um börn og bú?
Ein vinkona mín vill meina það. Hún segir að þannig forréttindapíkur myndu skemma allt fyrir hardworking, einstæðum mæðrum eins og henni. Og líka hinum harðgiftu sem eru útivinnandi. Og líka fyrir ofurkonum á framabraut. Og eiginlega bara leggja kvenréttindabaráttuna í rúst.
Getur þetta verið rétt?

Snýst kvenréttindabaráttan ekki líka um að hafa val?

Að ef ég vel að fara út á vinnumarkaðinn þá fái ég borguð (karl)mannsæmandi laun fyrir en ef ég vel að vera heima þá geti ég það? Án þess að viðbrögðin verði eins og ég hafi sagst ætla að setja hlekki á fætur og hendur og hlekkja mig við eldavél/þvottavél/þurrkara/ryksugu.
Eða þýðir þessi barátta að við eigum allar að vera á vinnumarkaðinum að berjast um bestu stöðurnar og hæstu launin við karlana?

Spyr sú sem ekki veit.

Kokmælt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband