6.4.2007 | 14:58
Puð
Ég viðurkenni hérmeð, að þrátt fyrir stöku jafnréttistuð er ég líka gamaldags í hugsun. Ég vill til dæmis að karlmaðurinn minn sjái um að þrífa geymsluna, svalirnar, gluggana að utan og bílinn. Hann hefur jú líkamlega burði til að bera kassana og dótið í geymslunni, það er hann sem ruslar til á svölunum og bíllinn er bara mál karlmannsins. Punktur.
Í þetta eina skipti sem hann tók til í geymslunni var meira drasl eftir en áður. Hann nennir ekki að taka til á svölunum eða þrífa glugga. Bíllinn hvað?
Svo ég geri þetta bara sjálf - eins og megnið af öllu hinu sem til fellur á heimilinu.
Nefmælt
(ps - Kokmælt, fór og losaði manninn úr barkanum, hann sagði að þetta væri allt mér að kenna!)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.