Vorverkatuð

Þú hefðir betur sleppt því að losa hann úr barkanum Nefmælt.

Annar í páskum og Hann ákvað að nú væri fríið búið. Hann er í stuði fyrir vorverk í garðinum og þá skulu sko allir hjálpa til! Sama hvað aðrir fjölskyldumeðlimir eru að gera, nú eiga allir að hjálpast að.
Hrífur, svartir ruslapokar, strákústar, hæsnaskítur og grasfræ rifið útúr skúrnum og raðað fyrir framan hús og síðan er verkefnum útdeilt af hörku sem sæmir hvaða herforingja sem er.
Þvotturinn má bíða, lærdómur barnanna má bíða, páskaeggin mega bíða, hádegismaturinn má bíða - NÚNA ætlum við að taka til í garðinum og ekkert væl hér takk!

Ég reyndi þetta einu sinni með húsþrifin. NÚNA ættu allir að hjálpast að við að þrífa. Tók fram tuskur, fötur, Ajax, rúðusprey, ryksugu, gólftusku og skrúbb og raðaði við eldhúsið. Útdeildi svo verkefnum á alla fjölskyldumeðlimi. Það fór klukkutími í að reyna að halda fjölskyldumeðlimunum við efnið og 3 tímar í að þrífa húsið - ein og sjálf. Þarf greinilega að taka námskeið í herstjórn.

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband