Evuraunir

Vaknaði upp við vondan draum 15 árum síðar: Maðurinn sem ég valdi mér til frambúðar þegar ég var 16 ára þroskuð kona (að eigin mati) hentaði mér alls ekki. Það eina skynsamlega í stöðunni var að skila honum heim í hosíló til mömmu sinnar.

 Þegar ég var sextán var hann tuttug'ogeins - þegar ég varð tuttug'og eins náði ég honum. Hann hafði nefnilega ekkert elst. Svo fór ég bara fram úr honum og varð sífellt eldri og þroskaðri, hann var alltaf sami mömmustrákurinn.  Nema núna var það ég sem var mamman. Ég, litla ákvörðunarfælna, hlédræga, feimna sveitastelpan var allt í einu farin að draga vagninn fyrir þriggja manna fjölskyldu. Þar sem hann var ekki tilbúinn að koma út úr mínu stóra og hlýja skjóli og taka ábyrgð á eigin lífi, varð ég bara að gera það fyrir hann (eins og margt annað) með því að taka nánast einhliða ákvörðun um skilnað.

Í hönd fóru frjálsir dagar. Það var gott að þurfa bara að taka ábyrgð á sjálfum sér og barninu og ekki með fullorðinn fúlann kall í eftirdragi. Þetta var lífið!!

En Eva var ekki lengi í Paradís. Ég þurfti nefnilega að berja frá mér karlpeninginn þegar fréttist að gyðjan ég væri skilin og komin aftur á "markaðinn". Svo nú var úr vöndu að ráða. Loks tók Amor gamli völdin og afhenti mér einn vænlegan, sterkan og sjálfstæðan einstakling sem mundi nú ekki fara að breyta ungri konu í mömmmu sína til að halda í pilsfaldinum á henni.

Svona eftir á að hyggja er hann full sjálfstæður. Það er ekki nokkur leið að hafa stjórn á þessum manni! En af tvennu illu...

Nefmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband