Hugsanalestur - eða ekki

Sumt finnst mér að hinn helmingurinn eigi að gera án þess að ég biðji hann um það.
Hann segir að ég fari fram á að hann lesi hugsanir.

Það þarf ALLTAF að gera ákveðin verk á heimilinu, það breytist ekki og mun líklega aldrei breytast. Samt þarf ég að biðja um aðstoð.
Ég ætlast ekki til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann líti í kringum sig.

Þegar við erum að spjalla við matarborðið þá langar mig oftast að halda spjallinu áfram án þess að þurfa að biðja hann um að kveikja ekki á fréttunum í miðju spjalli.
Ég ætlast ekki til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann langi líka til að spjalla við mig.

Annað af sama meiði - stundum langar mig til að sjá sjálfri mér bregða fyrir þegar við skoðum fjölskyldumyndir, án þess að þurfa stanslaust að biðja einhvern um að taka myndir af mér.
Ég ætlast ekki heldur til að hann lesi það úr huga mínum, bara að hann langi stundum til að smella mynd af gömlunni (mér).

Kokmælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband