Tvær hliðar ellinnar

Ég er bara sátt þegar ég lít í spegilinn. Get alveg horft á mig á undirfötunum, meira að segja á Evuklæðunum. Ég er ekki feit, ég er ekki mjó. Ég hef aldrei verið með mitti, ég er með lítil brjóst, ég er ekki í líkamsrækt og því ekki í formi. Samt er ég bara drullusátt.

Grunar að ég sé farin að beina þessari óvild í einhverja aðra átt - ég er nefnilega orðin svo forhert. Grenja alveg yfir fallegum myndum og hjartnæmum börnum, en tónlistarmenn sem mér fannst áður ágætir eru að drepa mig úr ógleði núna. Björgvin Halldórsson er þar fremstur í flokki, finnst hann ógeðslegur rjómasúkkulaðimarengsvæmniskall. Svo það sem kom á óvart. Ég þoli ekki lengur vælið í Ellen Kristjánsdóttur.

Þetta að vera sátt við spegilmyndina vegur samt þyngra, skítt með Bó og Ellen - Það er GOTT að eldast.

Kveðja
Nefmælt Kroppur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jei :D

tek bara undir pistilinn.

Fullur, get real. Eigum við allar að vera eins og súpermódel?

Er jafnslæmt að vera mittislaus og að vera alki?

nema þú sért tröll...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.12.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Takk Hildigunnur - vissi að ég fengi stuðning frá flottum konum. Kannski eru svona kallar eins og Fullur, ástæðan fyrir fullkomnunaráráttu kvenna. Akkúrat þegar þær eru að verða ánægðar með sig - kemur einhver fullur kall og bullar einhverja vitleysu :P
Annars vilja tröllkallar ekki mitti sko, ekki minn allavega...

Nefmælt og Kokmælt, 14.12.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband