Klisja hvað?

Sem ég eldist og þroskast kemst ég að því að ótrúlega margar klisjur er óþægilega sannar. Til dæmis klisjan um að karlmenn geti bara gert eitt í einu en konur kunni að múltítaska - so true so true! En það er ekki alltaf kostur.

Jú það er gott að geta talað í símann og tekið úr uppþvottavélinni í leiðinni.
Horft á fréttir og eldað í leiðinni.
Spjallað við vinkonuna, lagað kaffi OG sinnt börnunum, allt í einu.
Geta fylgst með þvottinum úti á snúru (hvort það sé nokkuð að fara að rigna), hlustað eftir barninu á svölunum, tekið til og þvegið þvotta.

Í tímaritum og uppeldisbókum les maður að unglingurinn þurfi 9-10 tíma svefn á nóttu. Mín reynsla er hinsvegar sú að hann sé gaufandi flestar nætur og bæti sér upp svefnleysið seinnipart laugardags og sunnudags. Og þar erum við komin að aðalgallanum við það að vera orðinn ofurþróaður í að múltítaska og hafa alla hluti á sinni könnu:

Mér er lífsins ómögulegt að njóta ásta með tröllkallinum vitandi af únglíngnum á vappi um íbúðina. Spuring um að fara að læsa hann bara inni í herberginu sínu eftir 12 á kvöldin, færi það fyrir nefnd?

kveðja
Nefmælt í kynsvelti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: CrazyB

Mjög gott ráð sem virkaði á mitt næturbrölt þegar ég var yngri.. just do it!! ef unglingurinn heyrir í ykkur þá er mun líklegra að hann haldi sér inní herberginu framvegis á næturnar.. hehehe cruel but effective

CrazyB, 27.1.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Er ekki tilvalið að krydda þá aðeins og færa ástarleikina á aðra staði og aðra tíma sólarhrings? Tala nú ekki um ef unglingurinn á það til að vera að dandalast úti fram eftir kvöldi .
Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 27.1.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

crazyb, hahaha, jú, það ætti þokkalega að svínvirka :D Svo eru morgnar góðir, þá sofa unglingadýrin oftast vært...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband