Auðvitað eru þeir á heilunum á okkur - og við á þeirra

Ég bý ekki með fjórum mönnum eins og þú Nefmælt en ég gæti trúað að maðurinn minn segðist búa með ansi mörgum konum.

Hann býr með Húshjálpinni. Hún þrífur og eldar og hugsar um börnin og sér til þess að heimilið gangi smurt og snurðulaust. Þeirra samskipti snúa bara að rekstri Heimilisins ef.

Hann býr líka með Grýlu. Grýla er hundfúl og leiðinleg. Hún tuðar og nöldrar, verður reið og fer í fýlu. Hún gerir kröfur um að hann taki þátt í hlutum sem hann hefur ekki tíma fyrir og að hann sýni áhuga á því sem vekur engan áhuga hjá honum.

Stundum býr hann með Grasekkjunni. Hún er svo ljúf og blíð og góð. Hún saknar hans alltaf óheyrilega mikið og segir Love you og Miss you og Wish you were here þegar þau tala saman yfir hafið.

Hann býr líka með Mótþróapúkanum. Sem vill ekki fara með honum í sértrúarsöfnuðinn og trúir því ekki að hamingjan felist í viskunni sem þar finnst. Sem mun þess vegna aldrei höndla hamingjuna og sættir sig bara við að lifa lífi sem er varla þess virði að lifa því.

Svo býr hann með Gyðjunni. Hún er svo falleg og tælandi að hann stendur á öndinn og vill allt fyrir hana gera. Hann ber hana á örmum sér og eys hana lofi og gjöfum.

Þangað til hún breytist í Húshjálpina á miðnætti.

Kokmælt


Saga fyrir svefninn

Þau kúra í sófanum og horfa á sjónvarpið.

Hann: Djöfull er mér illt í hausnum, ég er bara alveg með dúndrandi hausverk! Hvernig ert þú?

Hún: Bara fín elskan!

Stuttu síðar
Hann: Assgoti er ég orðinn slæmur í bakinu, alveg helaumur hérna neðst í mjóhryggnum, andsk.. Verður þú ekkert stirð af að sitja svona?

Hún: Ha ég? Nei alls ekki, mér líður svo vel

Stuttu síðar
Hann: Ji, verkurinn í bakinu er farinn að leiða niður í fótinn, þetta er hrikalegt..

Hún: Hvað, ertu svona slæmur ástin mín?

Hann: Tjahh.. en þú, ertu bara stálhress?

Hún: Jájá, sko ekkert að mér, alveg í toppstandi!

Hann: nú, ókei þá ... RÍÐA !!!!!!!!!

Hefur þú prófað þetta á þinn Kokmælt?


Er ég með þennan kall á heilanum eða hvað???

Suma daga er hann prinsinn minn. Ég pressa buxurnar hans, strauja skyrturnar og fer með jakkana í hreinsun. Ég vek hann blíðlega á morgnana, elda góðan mat og held fín matarboð sem hæfa prinsi. Tíni þolinmóð upp eftir hann og læt renna í baðið.

Aðra daga er hann kyntröllið mitt. Með ómótstæðilega upphandleggi, sætan rass og sterkleg læri. Öllu er slegið á frest til að ná honum sem fyrst í rúmið.

Fáa daga er hann Fúllyndi gaurinn. Tuðar yfir vanheilsu, álagi, samstarfsfólki. Er óþolinmóður og öskrar á börnin, lítur sambýliskonuna hornauga.

Oft er hann tröllkarlinn. Með feita bumbu og illa lyktandi tær. Hárið er úfið og tennurnar óburstaðar. Hann yrðir ekki á nokkurn mann, slafrar í sig matnum og brýtur glös. Þungstígur og skellir á eftir sér hurðinni.

Ég bý semsagt með fjórum mönnum. Held samt að þessi upptalning segi meira um mig og mínar skapsveiflur heldur en geðslag og upplag sambýlismannsins.

Luvvv
Nefmælt

 


Hvussu lengi??

Jákvætt - neikvætt 

Hann setur í uppþvottavél - en þrífur aldrei sigtið í vélinni

Hann leikur við barnið - en leggur ekki til að þeir taki til eftir sig

Hann eldar stundum í pottunum - en vaskar þá aldrei upp

Hann fær sér brauðsneið - en þurrkar aldrei af borðunum

Hann fer í sturtu - en skilur óhrein nærföt og handklæði eftir á gólfinu

Hann elskar barnið - en setur það aldrei í bað eða burstar í því tennurnar

Nú veit ég að þetta hljómar eins og hvert annað tuð. Afhverju er ég að minnast á það neikvæða líka, í staðinn fyrir að halda bara á lofti því jákvæða og einblína á það? Jú, af því að þá lendi ég alltaf í því neikvæða. Og mér finnst það alveg jafn leiðinlegt og honum!!

kveðja
Nefmælt


Búið?

Hvað er í gangi með okkur misskildu drottningarnar?
Erum við hættar að vera misskildar?
Eða erum við bara búnar að gefast upp í baráttunni við heimaríka húsbændur og yfirgangssama krakkaorma?

Alveg spurning hvort við séum virkilega hættar að vera bitrar og búnar að sætta okkur við ástandið. Ekki ég allavega, svo mikið er víst. Hef líklega fengið útrás annarsstaðar. Hef áhyggjur af að tapa öllum fínu vinunum okkar hérna ef við förum ekki að taka okkur á, hvað segir þú frú Kokmælt?

Nefmælt kveðja

 


Spænskukennsla

A Spanish teacher was explaining to her class that in Spanish, unlike English, nouns are designated as either masculine or feminine.

"House" for instance, is feminine: "la casa."
"Pencil," however, is masculine: "el lapiz."

A student asked,
"What gender is 'computer'?"

Instead of giving the answer, the teacher split the class into two groups, male and female, and asked them to decide for themselves whether "computer" should be a masculine or a feminine noun.

Each group was asked to give four reasons for its recommendation.

The men's group decided that "computer" should definitely be of the feminine gender ("la computadora"), because:

1. No one but their creator understands their internal logic;

2. The native language they use to communicate with other computers is incomprehensible to everyone else;

3. Even the smallest mistakes are stored in long term memory for possible later retrieval; and

4. As soon as you make a commitment to one, you find yourself spending half your paycheck on accessories for it.

(THIS GETS BETTER !)

The women's group, however, concluded that computers should be Masculine ("el computador"), because:

1. In order to do anything with them, you have to turn them on;

2. They have a lot of data but still can't think for themselves;

3. They are supposed to help you solve problems, but half the time they ARE the problem; and

4. As soon as you commit to one, you realize that if you had waited a little longer, you could have gotten a better model.

The women won.


Félagsmótun

Einu sinni var lítil stelpa. Henni fannst skemmtilegast að leika sér úti í sandinum og moldinni og kom alltaf haugskítug inn. Hún hafði yndi af því að handleika ánamaðka og snigla og rannsaka flugur og köngulær. Skemmtilegast var að vera úti í mikilli rigningu og verða rennandi blaut og finna fullt af ormum. Moldin er líka meðfærilegri þegar hún er mjög blaut. Foreldrar hennar sýndu þessu áhugamáli mikinn áhuga og fannst gaman að eiga svona flotta stelpu. Þau voru mjög dugleg að taka myndir af henni brosandi út að eyrum í skítagallanum.
Svo byrjaði daman á leikskóla. Henni líkaði það vel og var hin ánægðasta þar, en féll ekki alveg inn í prinsessuhópinn. Hélt hún þó uppteknum hætti og lék sér enn í mold og sandi. Var hin ánægðasta og dundaði þá bara ein í sandkassanum ef enginn vildi vera með.
Mótmæli létu á sér kræla hjá góða barninu þegar skólagangan hófst en hún var fljót að taka hann í sátt og varð námskona mikil og dugleg. Þegar hún var 8 ára langaði hana mest í smásjá í afmælisgjöf, til að geta skoðað í henni pöddur. Henni varð að ósk sinni. Enn féll hún ekkert sérlega vel inn í prinsessuhópinn.
Allt í einu var litla stelpan orðin stór. Henni fannst skordýr ógeðsleg, sem og almenningssundlaugar sem voru bara gróðrastía baktería að hennar mati.  Áhuginn á smásjánni var horfinn. Hún var farin að mála fallega andilitið sitt og lita fína hárið sitt. Hún féll ágætlega í prinsessuhópinn.

Svo ég spyr: Hvaða gagn er í því að senda litlu stelpuna sína á Hjallastefnuleikskóla svo að hún læri að slást og borða ormabrauð og vera ekki veimiltíta. Félagsmótunin nær henni samt. Í gegnum þjóðfélagið, skólann, sjónvarpið og félagana, lærir hún að halda kjafti og vera sæt. Stelpur hafa ekki áhuga á skordýrum og vilja ekki vera allar í mold og sandi.
Ég elska hana samt út af lífinu.

kveðja
Nefmælt


Ástarsaga á netinu

Á eihverjum bloggrúnginum í einhverju letikastinu, datt ég inn á svo skemmtilega bloggsíðu hjá manni sem ég þekkti ekki neitt. Fór að fylgjast með honum öðru hvoru, svona eins og maður gerir. Hann bjó greinilega einn, átti son frá fyrra sambandi sem bjó hjá móður sinni en var í ágætu sambandi við. Hann skrifaði á skemmtilega kaldhæðinn hátt, um ömurleika piparsveinalífsins, þvæling á milli mis subbulegra skemmtistaða og gerði óvægið grín að óþörfum hlutum eins og ást, unnustum og heimilislífi. Gerði þetta vel, skemmtilegur penni.

Svo fór að bera við að tónninn í blogginu fór að breytast. Smátt og smátt kom á daginn að maðurinn var orðinn ástfanginn upp fyrir haus. Þegar hann nefndi nafnið á unnustunni bar forvitnin mig ofurliði og ég gúgglaði konu greyið og fann bloggsíðuna hennar. Svona yndislega ástarsögu hef ég ekki orðið "vitni" að, hvorki fyrr né síðar. Ást þeirra og aðdáun á hinum aðilanum var svo falleg og yndisleg. Ég er ekki að tala um að þetta hafi verið væmnar ástarjátningar á báða bóga, maður svona las það meira í gegnum línurnar. Ég fylgdist með því þegar þau hófu búskap, stóðu í hreiðurgerð, undirbjuggu brúðkaup og giftu sig. Þvílík gleði. Í hönd fóru ljúfir dagar göngutúra, fjölskyldumatarboða og kósíheita.
Dag einn, þegar ég ætlaði að tékka á hvernig gengi hjá "vini" mínum, var síðan hans farin. Allt var hljótt á síðu eiginkonunnar, þar til dag einn birtist dularfull færsla um breytta hagi og vonda líðan.
Mér leið eins og einhver hefði svikið mig sjálfa. Ég vildi ekki trúa að þessi fallega gagnkvæma ást væri farin, búin, horfin. En það virðist vera raunin og eftir sit ég (kannski fleiri) og geri mér grein fyrir hverfulleika lífsins og mannskepnunnar. Soddan er livet!

kveðja
Nefmælt


Jiiii hvað maður er orðinn gamall

Á þessu herrans ári 2007 eru löglega taldir sem fullorðnir einstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1989.

-Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og hluta af margföldunartöflunni.

-Þau muna sama og ekkert eftir Reagan-tímabilinu og fréttu aldrei af því þegar reynt var að drepa hann.

-Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og vita fátt um Gorbatsjoff.

-Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst.

-Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í Vatikaninu síðan þau fæddust.

-Þau sungu aldrei "We are the world, we are the children".

-Þau voru 5 ára þegar Sovétríkin féllu.

-Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir Austur- og Vestur-Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt afþeim í sögutímum.

-Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger-geimflaugin sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var.

-Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi.

-Þau léku sér aldrei með ATARI-tölvuleiki, geisladiskurinn kom á markaðinn 2 árum áður en þau fæddust, þau hafa aldrei átt plötuspilara og hafa sennilega aldrei leikið sér með Pac-man.

-Þegar talað er um BETA-vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd.

-Star Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og tæknibrellurnar ömurlegar.

-Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einu sinni var ekkert til nema Ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí.

-Þau muna heldur ekki eftir því þegar Rás 2 var eina rásin í útvarpinu fyrir utan Rás 1, og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist.

-Þau hafa áreiðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða Lög unga fólksins eða Óskalög sjúklinga og sjómanna og Bessi Bjarnason hefur aldrei verið ungur.

-Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að hækka og lækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu.

-Þau fæddust ári eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa hjólaskautar alltaf verið línuskautar.

-Þeim hefur alltaf þótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir hlutir, ekkert nýtt.

-Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar og Einu sinni var.-Þau hugsa aldrei um "Jaws" þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson hefur alltaf verið hvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi einhverntíman dansað, svona feitur maður! Olivia Newton-John? HVER??!!

- Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf og Stellu í orlofi.

-Þau muna ekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert Guðmundsson eru.

-Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt.

-Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham, Culture Club, Thompson Twins, Tears for Fears, Rickshaw, Limahl, Terence Trent D´Arby, Talking heads og Modern Talking hljóma ekki kunnuglega.

-Þau muna ekki eftir BMX-hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu.

-Þau hafa ekki hugmynd um hvað Millet-úlpur og Don Cano voru merkileg fyrirbæri.

-Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkallar og fimmtíukallar voru seðlar.

-Þau hafa aldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa notað aura.

-Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara sem merkilegt fyrirbæri.

-Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru kreditkorta.

-Munið kæru vinir að þetta fólk er unga fólkið í dag.

Merki þess að þú ert farin/n að eldast:

1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.; )

2. Þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.

3. Þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.

4. Þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.

5. Þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið" fyrir stuttu.

6. Þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.

7. Þegar þú þarft meira hálfan dag til þess að jafna þig eftir vökunótt.

8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.

9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.

10.Þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.

11.Þegar þú getur farið á ströndina og eytt heilum degi án þess að fara í sjóinn.

12.Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að sýna hann.

13.Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum saman í símann.

14.Þegar þú veist hvað þú vilt.

15.Þegar þér líst betur á afslöppunarkvöld en partýkvöld.

16.Þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.

17.Þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.

18.Þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki.

19.Þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.

20.Þegar þú ákveður að senda þetta bréf til vina sem hafa áreiðanlega gaman að því.

Kokmælt Tounge


Þú vannst!

Ferlega fara þeir í taugarnar á mér sem eru alltaf í samkeppni um það hver á meira bágt, hefur meira að gera, er þreyttari o.s.frv.

Kannist þið við þetta?

Ég: "Ég er að drukkna í vinnu, þarf að skila skýrslu á morgun og er ekki byrjuð á henni".
Hann: "Ég er sko með 400 ósvöruð email í inboxinu mínu".

eða

Ég: "Voðalega er ég slöpp, vona að ég sé ekki að fá flensu".
Hann: "Hóst, hóst, ég er búin að vera slappur í allan dag".

Eða eitthvað í þessum dúr.

Ég er farin að taka upp á því að segja "þú vannst" eða "þú vinnur" í hvert skipti sem ég fæ svona komment.

Honum finnst það ekki fyndið.

Kokmælt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband